Hvetja fólk til að leggja sparaðar aukakrónur í Varasjóð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 14:00 Söfnunin fer fram á síðunni varasjodur.is Mynd/Á allra vörum Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira