Gaupi og Maggi Bö hlustuðu á grasið á Meistaravöllum vaxa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 16:27 Gaupi og Maggi Bö leggja við hlustir. mynd/stöð 2 Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Guðjón Guðmundsson gerði sér ferð á Meistaravelli KR-inga þar sem Magnús Valur Böðvarsson ræður ríkjum. Magnús, eða Maggi Bö eins og hann er jafnan kallaður, segir að Meistaravellir komi vel undan vetri. „Veðurfarið síðustu vikur hefur verið mjög gott. Þetta lítur frekar vel út. Þessi auka tími sem við fáum gerir það líka að verkum að völlurinn á að vera í toppstandi,“ sagði Maggi við Gaupa í Sportpakkanum. En heyrum við grasið vaxa, spurði Gaupi Magga. „Þú getur alveg lagst niður og hlustað. Þú heyrir það varla,“ svaraði Maggi. „Og þó, þetta getur gerst hratt.“ Sjö af tólf liðum í Pepsi Max-deild karla spila heimaleiki sína á gervigrasi. Maggi er uggandi yfir þessari þróun en hann er gras-megin í lífinu. „Ég held að íslenskur fótbolti falli langt á eftir öðrum þjóðum ef við færum okkur alveg yfir á gervigras. Það gerðist í Noregi fyrir 20 árum þegar þeir flykktust yfir á gervigras. Líka í Hollandi en þeir sneru því við,“ sagði Maggi. „Fótbolti er spilaður á grasi úti í heimi en ekki á gervigrasi.“ Maggi segir að það sé vel hægt að halda úti góðum grasvöllum á Íslandi, þrátt fyrir veðurfarið. „Það stríðir okkur og auðvitað erum við smá bundnir af því. Þess vegna skiptir máli að vera með almennilega uppbyggða velli og þess háttar. Það er vinna sem fylgir því en það hefur ekki verið lögð nein vinna í viðhald og þess háttar á fótboltavöllum hingað til,“ sagði Maggi sem er menntaður grasvallafræðingur og er í faginu af lífi og sál. „Mín ástríða er að sjá um góða fótboltavelli. Þetta er mín ástríða og ég vil alltaf að við séum með eins góða fótboltavelli og mögulegt er,“ sagði Maggi að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Maggi Bö ánægður með ástand Meistaravalla
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportpakkinn Garðyrkja Reykjavík KR Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira