Síðasta dreifing fyrir Landgræðslu 10. maí 2005 00:01 Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson er að sinna sínu síðasta verkefni á vegum Landgræðslunnar. Búið er að dæla fjórum tonnum af áburði um borð og búið að fylla hana af eldsneyti. Það er því ekkert að vanbúnaði að ræsa hreyflana. Fátt vekur jafn mikla hrifningu íslenskra flugáhugamanna en að sjá þessa fornu flugvél fara af stað á vorin. Í þeirra augum er hún vorboðinn ljúfi. Björn Bjarnason, umsjónarmaður áburðarflugs, segir að það lifni yfir fólki í borginni og það hringi í hann og tjái honum að því finnist gaman að heyra í vélinni. Jafnvel vélarhljóðin þykja fegurri en í öðrum vélum. Annað einkenni er stélhjólið en hún er stærsta stélhjólsflugvél landsins og vegna þessa sérkennis er flugtakið óvenjulegt að því leyti að hún lyftir stélinu snemma í flugtaksbruninu löngu áður en hún sjálf tekst á loft. Og þá fyrst fá flugmennirnir þokkalega sýn á flugbrautina. Það er verið að leggja upp í tíu mínútna flug austur í Selvog. Þar á að sleppa áburðarfarminum á sandflæmi sem verið er að græða upp vestur af Þorlákshöfn. Flogið er með fram Kleifarvatni og stefnan tekin á Strandarkirkju. Þegar byggðin í Selvogi nálgast er flugið lækkað niður í um 200 fet. Flugmennirnir þeir Tómas Dagur Helgason og Sverrir Þórólfsson, búa sig undir að hefja áburðardreifinguna en það tekur um þrjár mínútur að losa farminn. Að þessu sinni tekur áburðaflug sumarsins aðeins sjö daga og því verður lokið upp úr næstu helgi. Aðspurður hvort honum finnist ekki synd að nýta vélina ekki meira en raunin er segir Björn að vélin sé einn afkastamesti áburðardreifari á Íslandi og það væri gaman ef hún fengi að gera svolítið meira. Næg séu verkefnin. Björn segir að meiri vinna sé unnin með tækjum á jörðu niðri, en bæði bændur og Landgræðslan græði landið. Flugmennirnir eru báðir flugstjórar hjá Flugleiðum. Svo vill til að flugstjórinn, Tómas Dagur, er formaður nýstofnaðs Þristavinafélags. Hann segir að Þristavinafélagið fái vélina afhenta í júní. Þá muni félagið væntaleg dreifa áfram áburði fyrir Landgræsluna og eins ætli félagið að reyna að fá fyrirtæki í landinu til að hjálpa til við uppgræðsluna og að halda vélinn gangandi. Aðspurður hvað það sé við vélina sem heilli flugmenn svo mikið segir flugmaðurinn Sverrir Þórólfsson að það sé karakterinn í henni. Hún sé einstök og skemmtileg en erfitt sé að útskýra það betur. Hún er komin á sjötugsaldur, var smíðuð sem herflugvél árið 1943. Flugfélag Íslands eignaðist vélina eftir stríð árið 1946 og hét hún Gljáfaxi til ársins 1973 að Landgræðslan hlaut hana að gjöf. Um fjögurhundruð manns hafa þegar gengið í Þristavinafélagið. Enn er hægt að gerast stofnfélagi með því að skrá sig á heimasíðu Landgræðslunnar og á síðunni dc-3.is. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson er að sinna sínu síðasta verkefni á vegum Landgræðslunnar. Búið er að dæla fjórum tonnum af áburði um borð og búið að fylla hana af eldsneyti. Það er því ekkert að vanbúnaði að ræsa hreyflana. Fátt vekur jafn mikla hrifningu íslenskra flugáhugamanna en að sjá þessa fornu flugvél fara af stað á vorin. Í þeirra augum er hún vorboðinn ljúfi. Björn Bjarnason, umsjónarmaður áburðarflugs, segir að það lifni yfir fólki í borginni og það hringi í hann og tjái honum að því finnist gaman að heyra í vélinni. Jafnvel vélarhljóðin þykja fegurri en í öðrum vélum. Annað einkenni er stélhjólið en hún er stærsta stélhjólsflugvél landsins og vegna þessa sérkennis er flugtakið óvenjulegt að því leyti að hún lyftir stélinu snemma í flugtaksbruninu löngu áður en hún sjálf tekst á loft. Og þá fyrst fá flugmennirnir þokkalega sýn á flugbrautina. Það er verið að leggja upp í tíu mínútna flug austur í Selvog. Þar á að sleppa áburðarfarminum á sandflæmi sem verið er að græða upp vestur af Þorlákshöfn. Flogið er með fram Kleifarvatni og stefnan tekin á Strandarkirkju. Þegar byggðin í Selvogi nálgast er flugið lækkað niður í um 200 fet. Flugmennirnir þeir Tómas Dagur Helgason og Sverrir Þórólfsson, búa sig undir að hefja áburðardreifinguna en það tekur um þrjár mínútur að losa farminn. Að þessu sinni tekur áburðaflug sumarsins aðeins sjö daga og því verður lokið upp úr næstu helgi. Aðspurður hvort honum finnist ekki synd að nýta vélina ekki meira en raunin er segir Björn að vélin sé einn afkastamesti áburðardreifari á Íslandi og það væri gaman ef hún fengi að gera svolítið meira. Næg séu verkefnin. Björn segir að meiri vinna sé unnin með tækjum á jörðu niðri, en bæði bændur og Landgræðslan græði landið. Flugmennirnir eru báðir flugstjórar hjá Flugleiðum. Svo vill til að flugstjórinn, Tómas Dagur, er formaður nýstofnaðs Þristavinafélags. Hann segir að Þristavinafélagið fái vélina afhenta í júní. Þá muni félagið væntaleg dreifa áfram áburði fyrir Landgræsluna og eins ætli félagið að reyna að fá fyrirtæki í landinu til að hjálpa til við uppgræðsluna og að halda vélinn gangandi. Aðspurður hvað það sé við vélina sem heilli flugmenn svo mikið segir flugmaðurinn Sverrir Þórólfsson að það sé karakterinn í henni. Hún sé einstök og skemmtileg en erfitt sé að útskýra það betur. Hún er komin á sjötugsaldur, var smíðuð sem herflugvél árið 1943. Flugfélag Íslands eignaðist vélina eftir stríð árið 1946 og hét hún Gljáfaxi til ársins 1973 að Landgræðslan hlaut hana að gjöf. Um fjögurhundruð manns hafa þegar gengið í Þristavinafélagið. Enn er hægt að gerast stofnfélagi með því að skrá sig á heimasíðu Landgræðslunnar og á síðunni dc-3.is.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira