Ríkið auki skatta með olíugjaldi 10. maí 2005 00:01 Ríkið er að auka skattheimtu með nýju olíugjaldi fyrsta júlí, segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann segir virðisaukaskatt og fleira leggjast ofan á eldsneytisverð, gjöld sem ekki renna til vegamála. Kristján segir allan hvata fyrir fólk að fá sér sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla horfinn. 1. júlí verður þungaskattur afnuminn en sérstakt olíugjald lagt á í staðinn. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa verið á móti þessari leið og flokkur hans hafi lagt fram breytingatillögur um fleri og lægri gjaldflokka þannig að hvati skapaðist fyrir fólk að fá sér dísilbíla. Dísilbílar séu í dag dýrari en bensínbílar í innkaupum og nú bætist við dýrara eldsneyti, þannig hvatinn er ekki til staðar. Kristján segir að algjör viðsnúningur hafi orðið miðað við frumvarpið sem lagt hafi verið fram. Þá hafi hráolíuverði átt að vera lægra en þróun á heimsmarkaði hafi leitt til þess að dísilolían verði dýrari og því lendi Íslendingar í vandræðum á þeim tíma sem þeir séu að breyta kerfinu. Kristján segist óttast það að það hagræði sem ætlunin var að fá með breytingunum verði ekki að veruleika. Hann sé hissa á því þegar hann hitti leigubílstjóra sem eiga dísílbíla en þurfi að endurnýja bílana sína, en þeir ætli að kaupa sér bensínbíla. Kristján segir í raun ekki vitað hvað geri megi ráð fyrir miklum tekjum af þessu því ekki sé ljóst hver olíusalan verði. Í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir 74 milljónum lítra, fjárlögin geri ráð fyrir 80 milljónum en Vegagerðin 91 milljón lítra. Kristján segir að svo virðist sem ríkið sé að auka tekjur sínar af samgöngum sem ekki renni síðan til samgöngumála því til viðbótar við hátt olíuverð bætist virðisaukaskattur á lítraverð og síðan á þjónustu olíufélaganna og því sér verið að auka skattheimtu. Hann bendir á ríkisstjórnin hafi hækkað skattaálögur á bifreiðaaeigendur og það sem verra sé sé að skattarnir renni ekki til samgöngumála eða vegagerðar. Síðustu tölur sem hann hafi frá FÍB, sem séu um tveggja ára gamlar, sýni að tekjur ríkissjóðs af umferðinni hafi verið 32 milljarðar króna en tæplega helmingur af því renni til samgöngumála. Í morgun komu þær fregnir frá efnahags- og viðskiptanefnd að sérstakt bensíngjald sem rennur til vegamála verði hækkað um 7 prósent 1. júlí en á móti yrði almennt bensíngjald lækkað þannig að vonir standi til að bensínverð breytist ekki. Í flestum Evrópulöndum, að minnsta kosti, er dísilolía ódýrari en bensín svo fólk velji þann kost frekar en annað er uppi á teningnum hér. Kristján bendir á að fjármálaráðherra hafi notað þennan mun í Evrópu sem rök í málflutningi sínum í tengslum við flutning olíugjaldsfrumvarpsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Ríkið er að auka skattheimtu með nýju olíugjaldi fyrsta júlí, segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann segir virðisaukaskatt og fleira leggjast ofan á eldsneytisverð, gjöld sem ekki renna til vegamála. Kristján segir allan hvata fyrir fólk að fá sér sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla horfinn. 1. júlí verður þungaskattur afnuminn en sérstakt olíugjald lagt á í staðinn. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa verið á móti þessari leið og flokkur hans hafi lagt fram breytingatillögur um fleri og lægri gjaldflokka þannig að hvati skapaðist fyrir fólk að fá sér dísilbíla. Dísilbílar séu í dag dýrari en bensínbílar í innkaupum og nú bætist við dýrara eldsneyti, þannig hvatinn er ekki til staðar. Kristján segir að algjör viðsnúningur hafi orðið miðað við frumvarpið sem lagt hafi verið fram. Þá hafi hráolíuverði átt að vera lægra en þróun á heimsmarkaði hafi leitt til þess að dísilolían verði dýrari og því lendi Íslendingar í vandræðum á þeim tíma sem þeir séu að breyta kerfinu. Kristján segist óttast það að það hagræði sem ætlunin var að fá með breytingunum verði ekki að veruleika. Hann sé hissa á því þegar hann hitti leigubílstjóra sem eiga dísílbíla en þurfi að endurnýja bílana sína, en þeir ætli að kaupa sér bensínbíla. Kristján segir í raun ekki vitað hvað geri megi ráð fyrir miklum tekjum af þessu því ekki sé ljóst hver olíusalan verði. Í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir 74 milljónum lítra, fjárlögin geri ráð fyrir 80 milljónum en Vegagerðin 91 milljón lítra. Kristján segir að svo virðist sem ríkið sé að auka tekjur sínar af samgöngum sem ekki renni síðan til samgöngumála því til viðbótar við hátt olíuverð bætist virðisaukaskattur á lítraverð og síðan á þjónustu olíufélaganna og því sér verið að auka skattheimtu. Hann bendir á ríkisstjórnin hafi hækkað skattaálögur á bifreiðaaeigendur og það sem verra sé sé að skattarnir renni ekki til samgöngumála eða vegagerðar. Síðustu tölur sem hann hafi frá FÍB, sem séu um tveggja ára gamlar, sýni að tekjur ríkissjóðs af umferðinni hafi verið 32 milljarðar króna en tæplega helmingur af því renni til samgöngumála. Í morgun komu þær fregnir frá efnahags- og viðskiptanefnd að sérstakt bensíngjald sem rennur til vegamála verði hækkað um 7 prósent 1. júlí en á móti yrði almennt bensíngjald lækkað þannig að vonir standi til að bensínverð breytist ekki. Í flestum Evrópulöndum, að minnsta kosti, er dísilolía ódýrari en bensín svo fólk velji þann kost frekar en annað er uppi á teningnum hér. Kristján bendir á að fjármálaráðherra hafi notað þennan mun í Evrópu sem rök í málflutningi sínum í tengslum við flutning olíugjaldsfrumvarpsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira