Vilja reisa eitt álver í viðbót 10. maí 2005 00:01 Við höfum áhuga á að reisa eitt álver á Íslandi í viðbót," segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. Hann segir þó margt óljóst ennþá. Ekki sé vitað hvar næsta álver eigi að vera, hve stórt það verði og hvaðan orkan verði fengin. Málið sé á hugmyndastigi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, sagði á iðnþingi í mars að svigrúm væri til að reisa eitt álver til viðbótar hér á landi. Síðan hefur hún farið í fundarherferð um Norðurland til að kanna jarðveginn fyrir byggingu nýs álvers. Í því samhengi skiptir samstaða sveitarfélaga máli. Michael Dildine, yfirmaður fjárfestingatengsla Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir þeim finnast mikið til viðskiptaumhverfisins á Íslandi koma. Það eigi við fjármálakerfið, tæknistig og vinnuafl. Því sé landið áhugaverður kostur og hægt að notast við innlent vinnuafl við verkfræðivinnu og uppbyggingu. Century Aluminium keypti Norðurál í apríl á síðasta ári. Í sama streng tekur Mark Lidiard, sem sér um fjárfestingatengsl BHP Billiton frá Ástralíu, fjórða stærsta álframleiðenda á vesturlöndum. Rekstrarumhverfið hér sé hagstætt, nálægðin við meginland Evrópu mikilvæg og möguleikar á umhverfisvænum orkugjöfum. Hann segir helstu stjórnendur fyrirtækisins hafa heimsótt landið og haldi umræðum um byggingu álvers opnum. Málið sé á byrjunarstigi. Samkvæmt upplýsingum frá öðru áströlsku álfyrirtækinu, Rio Tinto, er verið að skoða fjárfestingatækifæri á Íslandi. Hefur Rio Tinto aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Rusal frá Rússlandi hefur aflað svipaðra upplýsinga frá íslenskum stjórnvöldum. Alcan og Alcoa, sem þegar eiga hér álver ásamt Century Aluminium, ætla ekki að sitja hjá í þessum hræringum. Er því ljóst að sex heimsþekkt álfyrirtæki munu keppa um byggingu álvers náist sátt um málið. Viðskipti Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Við höfum áhuga á að reisa eitt álver á Íslandi í viðbót," segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. Hann segir þó margt óljóst ennþá. Ekki sé vitað hvar næsta álver eigi að vera, hve stórt það verði og hvaðan orkan verði fengin. Málið sé á hugmyndastigi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, sagði á iðnþingi í mars að svigrúm væri til að reisa eitt álver til viðbótar hér á landi. Síðan hefur hún farið í fundarherferð um Norðurland til að kanna jarðveginn fyrir byggingu nýs álvers. Í því samhengi skiptir samstaða sveitarfélaga máli. Michael Dildine, yfirmaður fjárfestingatengsla Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir þeim finnast mikið til viðskiptaumhverfisins á Íslandi koma. Það eigi við fjármálakerfið, tæknistig og vinnuafl. Því sé landið áhugaverður kostur og hægt að notast við innlent vinnuafl við verkfræðivinnu og uppbyggingu. Century Aluminium keypti Norðurál í apríl á síðasta ári. Í sama streng tekur Mark Lidiard, sem sér um fjárfestingatengsl BHP Billiton frá Ástralíu, fjórða stærsta álframleiðenda á vesturlöndum. Rekstrarumhverfið hér sé hagstætt, nálægðin við meginland Evrópu mikilvæg og möguleikar á umhverfisvænum orkugjöfum. Hann segir helstu stjórnendur fyrirtækisins hafa heimsótt landið og haldi umræðum um byggingu álvers opnum. Málið sé á byrjunarstigi. Samkvæmt upplýsingum frá öðru áströlsku álfyrirtækinu, Rio Tinto, er verið að skoða fjárfestingatækifæri á Íslandi. Hefur Rio Tinto aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Rusal frá Rússlandi hefur aflað svipaðra upplýsinga frá íslenskum stjórnvöldum. Alcan og Alcoa, sem þegar eiga hér álver ásamt Century Aluminium, ætla ekki að sitja hjá í þessum hræringum. Er því ljóst að sex heimsþekkt álfyrirtæki munu keppa um byggingu álvers náist sátt um málið.
Viðskipti Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira