Bað Ögmund að gæta orða sinna 6. febrúar 2006 22:30 MYND/GVA Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. Deilan spratt í tengslum við fyrirspurn Ögmundar til dómsmálaráðherra um svokallaða greiningardeild Ríkislögreglustjóra sem til stendur að setja á stofn og er meðal annars ætlað að rannsaka landráð. Ögmundur sagði að skírskotun í landráð væri í að minnsta kosti þremur lagabálkum og vísaði meðal annars til lagaákvæða í hegningarlögum um að saknæmt sé ef maður geri samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tilrækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess. „Getur verið að óvinir og hugsanlegir brotamenn í þessum efnum sitji við stjórn ríkisins. Og ég er til dæmis að vísa í það þegar íslensk stjórnvöld skuldbundu íslensku þjóðina til árása á erlendar þjóðir og þá er ég að vísa að sjálfsögðu í Afganistan og Írak," sagði Ögmundur. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, bað þá Ögmund að gæta orða sinna. Ögmundur spurðiþáhvers vegna forseti gerði athugasemd við orðalag hans. Sólveig svaraði því til að forseti hefði það fyrir reglu að biðja þingmenn um að gæta orða sinna ef hann teldi ástæðu til, til þess að gæta að góðri reglu á þinginu og haga orðum sínum á þann hátt það væri til sóma. Hún gæti ekki betur heyrt en að Ögmundur væri að tala um landráð í sambandi við stjórnvöld. Ögmundur kom þá aftur í pontu og sagðist mundu taka ábyrgð á sínum orðum. Sólveig svaraði því þá til að forseti stjórnaði þinghaldi og áminnti þingmenn hann teldi þörf á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. Deilan spratt í tengslum við fyrirspurn Ögmundar til dómsmálaráðherra um svokallaða greiningardeild Ríkislögreglustjóra sem til stendur að setja á stofn og er meðal annars ætlað að rannsaka landráð. Ögmundur sagði að skírskotun í landráð væri í að minnsta kosti þremur lagabálkum og vísaði meðal annars til lagaákvæða í hegningarlögum um að saknæmt sé ef maður geri samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tilrækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess. „Getur verið að óvinir og hugsanlegir brotamenn í þessum efnum sitji við stjórn ríkisins. Og ég er til dæmis að vísa í það þegar íslensk stjórnvöld skuldbundu íslensku þjóðina til árása á erlendar þjóðir og þá er ég að vísa að sjálfsögðu í Afganistan og Írak," sagði Ögmundur. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, bað þá Ögmund að gæta orða sinna. Ögmundur spurðiþáhvers vegna forseti gerði athugasemd við orðalag hans. Sólveig svaraði því til að forseti hefði það fyrir reglu að biðja þingmenn um að gæta orða sinna ef hann teldi ástæðu til, til þess að gæta að góðri reglu á þinginu og haga orðum sínum á þann hátt það væri til sóma. Hún gæti ekki betur heyrt en að Ögmundur væri að tala um landráð í sambandi við stjórnvöld. Ögmundur kom þá aftur í pontu og sagðist mundu taka ábyrgð á sínum orðum. Sólveig svaraði því þá til að forseti stjórnaði þinghaldi og áminnti þingmenn hann teldi þörf á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira