Innlent

Anna Kristinsdóttir ekki sæti á lista Framsóknarflokksins

Anna Kristinsdóttir hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir stundu.

Yfirlýsing

Að loknu prófkjöri framsóknarmanna sem fram fór 28. janúar sl. vegna komandi borgarstjórnarkosninga ákvað ég að taka mér tíma til að ígrunda niðurstöðuna og mína stöðu.

Það er engin launung á því að niðurstöður prófkjörsins urðu mér vonbrigði enda hafði ég stefnt á og óskað eftir stuðningi í fyrsta sæti listans.

Ég hef undanfarin tæp fjögur ár sem borgarfulltrúi lagt mig fram við að vinna af heilindum og samviskusemi að málefnum Reykjavíkurlistans sem Framsóknarflokkurinn hefur verið hryggsúlan í.

Niðurstöður prófkjörsins eru hinsvegar skýrar og hef ég í framhaldi af því ákveðið að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum heldur snúa mér að öðrum verkefnum.

Um leið og ég tilkynni þetta vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér stuðning í prófkjörinu og óska jafnframt meðframbjóðendum mínum velfarnaðar.



Reykjavík, 6. febrúar 2006

Anna Kristinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×