Erlent

Finnar vilja náða morðingja

Svíar eru í uppnámi þar sem Hæstiréttur Finnlands hefur mælt með því að finnski morðinginn Juha Valjakkala, sem myrti mann, konu og ungan son hennar í Svíþjóð árið 1988, verði látinn laus.

Finninn skaut föður og son áður en hann réðst á móðurina með hníf og var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir vikið, að sögn sænskra vefmiðla.

Finninn var á sínum tíma dæmdur í Svíþjóð en fékk að afplána dóminn í Finnlandi. Nú hafa sænsk yfirvöld mótmælt því harðlega að hann verði látinn laus. Svíarnir óttast að hann komi til baka og hefni sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×