Erlent

Ók yfir áttatíu manns af gáleysi

 Tæplega níræður Bandaríkjamaður, sem keyrði á bíl sínum í gegnum útimarkað með þeim afleiðingum að tíu létust og yfir sjötíu slösuðust, hefur verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér allt að átján ára fangelsi.

Atvikið átti sér stað árið 2003. Að sögn verjenda mannsins, George Weller, steig hann óvart á bensíngjöf bíls síns í stað bremsunnar og þeystist á hundrað kílómetra hraða inn í mannfjöldann. Eftir þrjú hundruð metra stöðvaðist bíllinn í skurði, með lík eins fórnarlambsins fast undir bílnum og eitt liggjandi á vélarhlífinni. Að sögn vitna yppti George öxlum þegar bíllinn stöðvaðist og sagði „úps“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×