Innlent

SUS á móti ríkisrekstri og leyniþjónustu

Ungir sjálfstæðismenn vilja að opinberir aðilar hætti öllum afskiptum af stóriðju og uppbyggingu hennar, svo sem í formi ríkisstyrkja, skattaafsláttar og annarra ívilnana.

Þátttaka stjórnmálamanna í ákvarðanatöku sem snýr að stóriðju er sögð óásættanleg, í stjórnmálaályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna.

SUS leggur einnig til að Alþingi verði óheimilt að samþykkja skattahækkanir nema aukinn meirihluti þingmanna styðji hana. Ungir sjálfstæðismenn árétta að tilgangur skattkerfisins sé tekjuöflun fyrir ríkið en ekki tekjujöfnun í samfélaginu.

Í því ljósi er lagt til að tekin verði upp flatur skattur. Slíkir skattar séu einfaldir í framkvæmd og sanngjarnir.

 

Ungir sjálfstæðismenn leggja til að hefðbundin löggæsla verði styrkt en hafna með öllu að valdheimildir til eftirlits með borgurunum verði auknar.

 

Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að málskotsréttur forseta Íslands verði færður til þjóðarinnar og að sett verði lög sem geri almenningi kleift að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin lög. Samband ungra sjálfstæðsmanna ítrekar hins vegar að fulltrúalýðræði er og á að vera hornsteinn í íslenskri stjornskipan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×