Sport

Haukar bikarmeistarar

Haukastúlkur urðu í dag bikarmeistarar er þær báru sigurorð af Grindavík í æsispennandi úrslitaleik, 72-69. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka til sigurs með 22 stig og tveimur vítaskotum á ögurstundu en Myriah Spence var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 33 stig. Svo virtist sem Haukar væru að stinga af þegar þær náðu 8 stiga forystu um miðjan síðasta leikhluta en Grindavík náði að jafna af miklu harðfylgi i 67-67 þegar 2 mínútur og 30 sekúndur lifðu leiks. Grindavík komst svo yfir með körfu Erlu Þorsteinsdóttur en Haukar jöfnuðu með tveimur vítaskotum og komust svo yfir 70-69. Grindvíkingar töpuðu svo boltanum illa í næst sókn og Haukastúlkur voru með pálman í höndunum þegar rúmar fimm sekúndur voru eftir. Grindvíkingar brutu strax á Helenu og sendu hana á vítalínuna. Ungi leikstjórnandinn stóðst prófið og setti með bæði vítaskotin niður. Grindavík fékk eitt lokatækifæri til þess að jafna en opið þriggja stiga skot Spence geigaði. Hjá Haukastúlkum var Helena sem áður segir atkvæðamest með 22 stig, en Kristrún Sigurjónsdóttir setti 15 og Pálína Gunnlaugsdóttir 13. Hjá Grindavík var Myriah Spence best með 33 stig, Erla Þorsteinsdóttir sett 13 og Erla Reynisdóttir skoraði 9 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×