Tækifæri til hagræðingar Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 14:30 Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Það sem drífur mig áfram í starfi er trúin á að hægt sé að finna lausnir sem virka. Nú er kjördæmavikan nýafstaðin og þingmenn hafa verið á ferð vítt og breytt um landið. Þar var staða landbúnaðarins, starfsumhverfi hans og framtíðarhorfur dreifbýlis ofarlega í huga fólks. Flestum ætti að vera ljóst að ef ekki á illa að fara er nauðsynlegt að endurskoða regluverkið sem landbúnaðurinn starfar eftir. Eitt af því sem þarf að rýna í er starfsumhverfi afurðastöðva í kjötiðnaði sem er mikið hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur. Harðnandi samkeppni Á Íslandi eru sjö afurðastöðvar sem sinna sauðfjárslátrun og eru þær að mestu leiti í eigu bænda. Rekstur þeirra hefur verið erfiður síðustu ár sem hefur t.d. leitt af sér lægra afurðaverð til bænda. Útflutningur á íslensku kindakjöti er einungis 0,25% af heildarframboði á alþjóðamarkaði en Ástralía og Nýja-Sjáland eru með um 70% af markaðnum. Það er ljóst að veita þarf innlendum kjötiðnaði færi á að hagræða enn frekar og bregðast við ört vaxandi samkeppni við erlenda markaði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum er ætlað að gera afurðarstöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annarskonar samstarf. Núverandi regluverk gerir það að verkum að afurðastöðvarnar hafa lítið ráðarúm til að sameinast, því það stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Flókið regluverk Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Íslandi verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verið lögð á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu. Heimavinnsla afurða getur orðið mikilvæg stoð í því að efla nýsköpun og þróa afurðir. Lög um heimaslátrun og vinnslu eru flókin og draga úr möguleikum bænda til nýsköpunar. Það má slátra búfé heima til heimanota en ekki til sölu. Erlendis er heimilt að stunda heimavinnslu frá A til Ö. Mig langar að taka lítið dæmi um hve öfugsnúið regluverkið er. Hreindýrum er lógað fjarri kjötvinnslum úti í guðsgrænni náttúru. Dýrið er síðan flutt að kjötvinnslunni þar sem lokafrágangur á sér stað í samræmi við reglur. En þegar kemur að því að lóga sauðkind og vinna vöru til neytenda vandast málið. Svarið er: Nei, það má ekki. Ef markmiðið er að efla nýsköpun í landbúnaði liggur beinast við að aðlaga regluverkið að nútímanum. Þannig auðveldum við bændum að bæta afkomu sína og ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun