Maðurinn sem fann upp „cut, copy, paste“ látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 10:15 Tesler á PC-ráðstefnunni árið 1989. vísir/getty Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri. Tesler hóf störf í Sílikondalnum snemma á sjöunda áratugnum þegar tölvur voru óaðgengilegar fyrir stóran hluta almennings. Þökk sé ýmsum uppfinningum Tesler, til dæmis „cut, copy, paste“, varð einfalt að læra á og nota tölvur. Tesler vann um tíma hjá Xerox og minntist fyrirtækið hans með eftirfarandi orðum: „Sá sem fann upp „cut, copy og paste“, „find og replace“ og fleira, var fyrrverandi rannsakandi hjá Xerox, Larry Tesler. Vinnudagurinn þinn er auðveldari þökk sé byltingarkenndum hugmyndum hans.“ Tesler fæddist í Bronx árið 1945 og lærði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útskrift sérhæfði hann sig í því að gera tölvur notendavænni en hann starfaði meðal annars hjá Apple í sautján ár. „Cut, copy, paste“ er örugglega þekktasta uppfinning Tesler en þessi flýtileið, sem flestir nota eflaust daglega, noti þeir tölvur á annað borð, var komið fyrir í hugbúnaði Apple-tölvunnar Lisu árið 1983 og svo í hinni upprunalegu Macintosh-tölvu sem kom á markaði ári síðar. Andlát Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri. Tesler hóf störf í Sílikondalnum snemma á sjöunda áratugnum þegar tölvur voru óaðgengilegar fyrir stóran hluta almennings. Þökk sé ýmsum uppfinningum Tesler, til dæmis „cut, copy, paste“, varð einfalt að læra á og nota tölvur. Tesler vann um tíma hjá Xerox og minntist fyrirtækið hans með eftirfarandi orðum: „Sá sem fann upp „cut, copy og paste“, „find og replace“ og fleira, var fyrrverandi rannsakandi hjá Xerox, Larry Tesler. Vinnudagurinn þinn er auðveldari þökk sé byltingarkenndum hugmyndum hans.“ Tesler fæddist í Bronx árið 1945 og lærði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útskrift sérhæfði hann sig í því að gera tölvur notendavænni en hann starfaði meðal annars hjá Apple í sautján ár. „Cut, copy, paste“ er örugglega þekktasta uppfinning Tesler en þessi flýtileið, sem flestir nota eflaust daglega, noti þeir tölvur á annað borð, var komið fyrir í hugbúnaði Apple-tölvunnar Lisu árið 1983 og svo í hinni upprunalegu Macintosh-tölvu sem kom á markaði ári síðar.
Andlát Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira