Logi spilaði með syni Brenton Birmingham í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 17:00 Logi Gunnarsson og Róbert Sean Birmingham eftir leikinn í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/Instagram/logigunnars Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson vakti athygli á því á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann hafi náð að spila með syni Brenton Birmingham. Logi og Róbert Sean Birmingham spiluðu þá saman æfingarleik með meistaraflokki Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið er að halda sér við í löngu hléi vegna bikarúrslita og landsleikja. Brenton Birmingham er einn af bestu bandarísku körfuboltamönnunum sem komið hafa hingað til lands. Brenton fékk seinna íslenskt ríkisfang og býr enn á Íslandi þótt að körfuboltaskórnir séu löngu komnir upp á hillu. „Ég spilaði leik í kvöld með Róbert Birmingham. Ég og pabbi hans Brenton unnum marga titla saman. Þegar Róbert fæddist var ég búinn að spila 7 ár í meistaraflokki, það eru 23 ár á milli okkar,“ skrifaði Logi á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Róbert Sean Birmingham, sem er enn bara fimmtán ára gamall (fæddur í september 2004), hefur verið í unglingalandsliðum Íslands og er nú farinn að banka á dyrnar í meistaraflokkmnum. View this post on Instagram Ég spilaði leik í kvöld með Róbert Birmingham. Ég og pabbi hans Brenton unnum marga titla saman. Þegar Róbert fæddist var ég búinn að spila 7 ár í meistaraflokki , það eru 23 ár á milli okkar A post shared by Logi Gunnarsson (@logigunnars) on Feb 19, 2020 at 2:04pm PST Logi Gunnarsson og Brenton Birmingham voru meðal annars allt í öllu þegar Njarðvíkingar unnu tvo Íslandsmeistaratitla í röð frá 2001 til 2002. Í leiknum þar sem Njarðvík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2001 á Króknum þá var Brenton Birmingham með fjórfalda tvennu (28 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 stolna bolta) og Logi Gunnarsson skoraði 30 stig. Í leiknum þar sem Njarðvík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2002 í Keflavík þá var Brenton Birmingham með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar en Logi Gunnarsson bætti við 19 stigum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þeir Brenton og Logi urðu einnig bikarmeistarar árið 2002 eftir sigur á KR í Laugardalshöllinni. Brenton Birmingham var með 25 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í bikarúrslitaleiknum og Logi Gunnarsson skoraði 22 stig. Dominos-deild karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson vakti athygli á því á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann hafi náð að spila með syni Brenton Birmingham. Logi og Róbert Sean Birmingham spiluðu þá saman æfingarleik með meistaraflokki Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið er að halda sér við í löngu hléi vegna bikarúrslita og landsleikja. Brenton Birmingham er einn af bestu bandarísku körfuboltamönnunum sem komið hafa hingað til lands. Brenton fékk seinna íslenskt ríkisfang og býr enn á Íslandi þótt að körfuboltaskórnir séu löngu komnir upp á hillu. „Ég spilaði leik í kvöld með Róbert Birmingham. Ég og pabbi hans Brenton unnum marga titla saman. Þegar Róbert fæddist var ég búinn að spila 7 ár í meistaraflokki, það eru 23 ár á milli okkar,“ skrifaði Logi á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Róbert Sean Birmingham, sem er enn bara fimmtán ára gamall (fæddur í september 2004), hefur verið í unglingalandsliðum Íslands og er nú farinn að banka á dyrnar í meistaraflokkmnum. View this post on Instagram Ég spilaði leik í kvöld með Róbert Birmingham. Ég og pabbi hans Brenton unnum marga titla saman. Þegar Róbert fæddist var ég búinn að spila 7 ár í meistaraflokki , það eru 23 ár á milli okkar A post shared by Logi Gunnarsson (@logigunnars) on Feb 19, 2020 at 2:04pm PST Logi Gunnarsson og Brenton Birmingham voru meðal annars allt í öllu þegar Njarðvíkingar unnu tvo Íslandsmeistaratitla í röð frá 2001 til 2002. Í leiknum þar sem Njarðvík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2001 á Króknum þá var Brenton Birmingham með fjórfalda tvennu (28 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 stolna bolta) og Logi Gunnarsson skoraði 30 stig. Í leiknum þar sem Njarðvík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2002 í Keflavík þá var Brenton Birmingham með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar en Logi Gunnarsson bætti við 19 stigum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þeir Brenton og Logi urðu einnig bikarmeistarar árið 2002 eftir sigur á KR í Laugardalshöllinni. Brenton Birmingham var með 25 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í bikarúrslitaleiknum og Logi Gunnarsson skoraði 22 stig.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira