Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 22:45 Benedikt að reyna stappa stálinu í leikmenn sína fyrr í dag. Vísir/Daníel Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. KR-liðið var hvorki fugl né fiskur og náði engan veginn sömu hæðum og í rafmögnuðum undanúrslitaleik gegn Val í fyrradag. „Ég er virkilega miður mín núna. Löngunin til þess að gera vel og vinna þennan leik var hrikalega mikil. Mig langaði að taka kvennalið KR á þann stall að taka titil en það gekk því miður ekki,‘‘ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. KR skoraði 49 stig í leiknum sem er töluvert undir meðaltali hjá þeim. „Ég á svosem eftir að greina þetta og fara yfir þetta en auðvitað ætla ég ekki að taka neitt frá varnarleiknum hjá þeim en ég veit bara hvað fór mikil orka í leikinn á fimmtudaginn, fyrir 36 klukkutímum. Ég hafði áhyggjur af því að það hefði kannski farið fullmikil orka í þann leik en var að vona að hún yrði meiri en í dag en ég ætla ekki að vera með einhverjar afsakanir. Þær voru bara betri hérna í dag.‘‘ KR sló einmitt út feykisterkt lið Vals í undanúrslitum síðasta fimmtudag.„Við vorum svo nálægt. Við tökum út Keflavík og tökum að okkur að slá út þetta stórkostlega Valslið, það er leiðinlegt að fá síðan ekkert út úr því. Við vorum búin að gera alla þessa vinnu og endum svo með ekki neitt. Hvað getur maður sagt, leikmenn voru að reyna og maður biður ekki um meira.‘‘ KR-konur eru enn í góðri stöðu í Dominos-deildinni í öðru sætinu og ætla sér væntanlega að gera góða hluti þar.„Það er bara áfram gakk, maður verður fúll eitthvað núna á næstunni, síðan er bara að rífa sig í gang og snúa sér að næsta leik, það er toppbaráttuslagur á móti Haukum á miðvikudaginn,‘‘ sagði Benedikt að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum