Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01