Innlent

Karl­maður úr­skurðaður í gæslu­varð­hald vegna al­var­legrar líkams­á­rásar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar.
Maðurinn var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri var í kvöld úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna alvarlegrar líkamsárásar í Kópavogi. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 30. apríl næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan hefur nú til rannsóknar mjög alvarlega líkamsárás sem var gerð í Kópavogi seint í gærkvöldi. Tveir aðrir karlmenn voru handteknir í tengslum við málið en eru báðir lausir úr haldi lögreglu.

Karlmaðurinn sem ráðist var á er á fimmtugsaldri en hann liggur inni á sjúkrahúsi í lífshættu með mikla höfuðáverka. Ráðist var á manninn á heimili hans í Kópavogi.


Tengdar fréttir

Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×