Innlent

Mennirnir sem leitað var að á Grænlandi eru á lífi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Danski flotinn á Grænlandi bíður nú eftir betri veðurskilyrðum til að bjarga tveimur mönnum sem fóru á flugi yfir Grænlandsjökul. Ekki er vitað hvort flugvél mannanna hafi brotlent eða nauðlent. Þeir flugu í franskri vél af gerðinni ULM-Ultralight. Kurt Andreasen, upplýsingafulltrúi dönsku flugmálastjórnarinnar, staðfestir að mennirnir séu á lífi.

Andreasen staðfestir að herþyrla hafi séð mennina á lífi en ekkert er vitað um ástand þeirra. Björgunarsveitir vinna nú í því að koma björgunarbúnaði til mannanna úr lofti, en ekki hefur tekist að lenda á slysstað vegna þess að þungskýjað er á svæðinu.

Mennirnir tveir fóru frá Íslandi í gær til Kulusuk á Austur-Grænlandi. En í ferðalagi frá Kulusuk til vesturstrandar landsins slitnaði samband við mennina og fundust þeir á jöklinum. Ekki hefur tekist að ná talsambandi við þá. Mennirnir eru taldnir vera frá Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×