Fjöldi kylfinga notar ólögleg lyf 18. júlí 2007 17:28 Gary Player segir lækna ráðleggja sér að taka vaxtarhormón í hvert skipti sem hann fer til þeirra NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Suður-Afríski kylfingurinn Gary Player segir að fjöldi golfleikara í dag sé að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn í keppni. Player er 71 árs gamall og vann á sínum tíma níu stórmót. Hann segist vita fyrir víst að minnst tíu spilarar séu að nota vaxtarhormón. "Ég veit fyrir víst að kylfingar eru að nota ólögleg lyf. Ég myndi skjóta á að væru um 10 kylfingar að nota þau - ekki færri - en mögulega miklu fleiri," sagði Player. Hann segir tvo kylfinga hafa svarið fyrir sér að þeir væru að nota lyf eins og vaxtarhormón. "Einn þeirra sagði mér að hann væri að nota lyf og ég sór að nafngreina hann ekki. Ég sá greinilega breytingu á honum. Annar sagði mér frá nokkrum öðrum sem hann vissi fyrir víst að væru að taka ólögleg lyf," sagði sá gamli og bætti við að sér sjálfum hafi oft verið boðið að taka vaxtarhormón. "Það er eins og hver einast læknir sem ég fer til segi við mig; "Gary, þú verður að nota HGH (vaxtarhormón). Þú færð stinnari húð, betra hár og slærð boltann miklu lengra"." "Ég svaraði honum því til að ég ætti 20 barnabörn og væri búinn að gera það sem ég vildi gera í golfinu - að ég vildi ekki taka eitthvað inn sem ég vissi ekki hvað myndi gera mér," sagði Player. Hann vill að tekin verði upp lyfjapróf í golfi tafarlaust, en þegar eru uppi áform um að byrja á því á næsta ári.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira