Hótar sameiningu með lögum? 4. október 2005 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira