Innlent

Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna?

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Jordan Peterson hafnar því sem kallað hefur verið "kúgun feðraveldisins“. Peterson segir feðraveldið fremur hafa verið ófullkomna samfélagstilraun, sem hafi teygt sig yfir árþúsundir, í þeirri viðleitni bæði karla og kvenna að losna undan skorti, sjúkdómum, striti og annarri þjáningu.
Jordan Peterson hafnar því sem kallað hefur verið "kúgun feðraveldisins“. Peterson segir feðraveldið fremur hafa verið ófullkomna samfélagstilraun, sem hafi teygt sig yfir árþúsundir, í þeirri viðleitni bæði karla og kvenna að losna undan skorti, sjúkdómum, striti og annarri þjáningu. Vísir/Vilhelm
Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, er einn umtalaðasti maður heims í augnablikinu og var um tíma meira „googlaður“ en Bill Gates. Bókin hans, sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu, hefur trónað á toppi metsölulista og milljónir manna hafa horft á fyrirlestra hans á YouTube.

Peterson hafnar því sem kallað hefur verið „kúgun feðraveldisins“. Peterson segir feðraveldið fremur hafa verið ófullkomna samfélagstilraun, sem hafi teygt sig yfir árþúsundir, í þeirri viðleitni bæði karla og kvenna að losna undan skorti, sjúkdómum, striti og annarri þjáningu. Tækniframfarir hafir síðan rutt úr vegi hindrunum og jafnað stöðu kynjanna í samfélaginu.

En geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Sjá má brot úr viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×