Viðburðurinn fór fram í Cheyenne, Wyoming og var löglegur. Eins og við mátti búast var þetta blóðugt bardagakvöld. Aðstandendur segja að þetta sé þó hættuminna en sparkbox og MMA. Spörk í höfuð séu miklu hættulegri en hnefahögg.
Ástralska tveggja barna móðirin, Bec Rawlings, stal senunni í eina kvennabardaga kvöldsins þar sem hún pakkaði andstæðingi sínum saman. Rawlings á sex bardaga að baki hjá UFC.
Um 2.000 áhorfendur mættu til þess að horfa á viðburðinn í íshokkíhöll þar sem venjulega eru haldnar afmælisveislur. Þeir voru ánægðir með skemmtunina.
Hér að neðan má sjá umfjöllun USA Today um þennan sögulega viðburð.