Ný uppfærsla mun gera gamla iPhone hraðari Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 11:00 Tim Cook, forstjóri Apple, á WWDC í gær. Vísir/AP Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband. Apple Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband.
Apple Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira