9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 11:00 Wayne Rooney fór ósáttur af velli en leysti málin strax eftir leik. vísir/getty Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti