Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2018 07:21 Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem er bandamaður stjórnvalda í Kreml. Vísir/AFP Saksóknarar hafa sakað Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um að reyna að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Þeir hafa beðið dómara um að skoða hvort að Manafort verði látinn sitja inni þar til réttað verður yfir honum. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. New York Times segir að eitt vitnanna hafi sagt alríkislögreglunni FBI að Manafort hafi reynt að fá það til að bera ljúgvitni. Tvö vitni eru sögð hafa veitt FBI upplýsingar um skilaboð sem þau fengu frá Manafort. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram.Faldi málafylgjustörfin fyrir bandarískum yfirvöldum og skattinum Ákærurnar á hendur Manafort varða meðal annars að hann hafi starfað sem málafylgjumaður erlends ríkis án þess að gera grein fyrir þeim störfum við bandarísk yfirvöld eins og lög kveða á um. Hann er einnig sakaður um að hafa peningaþvætti og skattsvik í tengslum við greiðslurnar sem hann fékk fyrir störf sín sem málafylgjumaður. Hann var kosningastjóri Trump um fimm mánaða skeið fram í ágúst árið 2016. Eftir að ásakanir komu fram um að Manafort hefði þegið milljónir á laun frá ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu steig hann til hliðar. Rick Gates, viðskiptafélagi Manafort til fjölda ára, hélt hins vegar áfram störfum sem aðstoðarkosningastjóri framboðsins og síðar fyrir undirbúningsnefnd fyrir valdatöku Trump. Hann var einnig ákærður en náði samkomulagi við saksóknara um að veita þeim upplýsingar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Saksóknarar hafa sakað Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um að reyna að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Þeir hafa beðið dómara um að skoða hvort að Manafort verði látinn sitja inni þar til réttað verður yfir honum. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. New York Times segir að eitt vitnanna hafi sagt alríkislögreglunni FBI að Manafort hafi reynt að fá það til að bera ljúgvitni. Tvö vitni eru sögð hafa veitt FBI upplýsingar um skilaboð sem þau fengu frá Manafort. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram.Faldi málafylgjustörfin fyrir bandarískum yfirvöldum og skattinum Ákærurnar á hendur Manafort varða meðal annars að hann hafi starfað sem málafylgjumaður erlends ríkis án þess að gera grein fyrir þeim störfum við bandarísk yfirvöld eins og lög kveða á um. Hann er einnig sakaður um að hafa peningaþvætti og skattsvik í tengslum við greiðslurnar sem hann fékk fyrir störf sín sem málafylgjumaður. Hann var kosningastjóri Trump um fimm mánaða skeið fram í ágúst árið 2016. Eftir að ásakanir komu fram um að Manafort hefði þegið milljónir á laun frá ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu steig hann til hliðar. Rick Gates, viðskiptafélagi Manafort til fjölda ára, hélt hins vegar áfram störfum sem aðstoðarkosningastjóri framboðsins og síðar fyrir undirbúningsnefnd fyrir valdatöku Trump. Hann var einnig ákærður en náði samkomulagi við saksóknara um að veita þeim upplýsingar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00
Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50