Var níu daga í fangelsi á Suðurnesjum Karen Kjartansdóttir skrifar 10. maí 2012 18:42 Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni. Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð. „Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals. Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni. „Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni. „Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann. „Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira