Leikjavísir

Sony sektað fyrir einkaleyfabrot

Dómstóll í Kaliforníu hefur sett sölubann á Playstation-leiki og sektað framleiðandann Sony um 90 milljónir bandaríkjadala fyrir brot á einkaleyfalöggjöfinni. Sony hefur ákveðið að áfrýja að dómnum og á meðan er fyrirtækinu heimilt að selja tölvuleikina. Dómstóllinn féllst á rök tölvufyrirtækisins Immersion, sem stefndi Sony, að það ætti einkarétt á þeirri tækni sem veldur titringi í stjórnborði Playstation-leikjanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.