Innlent

Var með hníf í bílnum sér til varnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maður var kærður fyrir vopnalagabrot en hnífur fannst í bíl hans þegar lögregla hafði af honum afskipti. 
Maður var kærður fyrir vopnalagabrot en hnífur fannst í bíl hans þegar lögregla hafði af honum afskipti.  Vísir/Vilhelm

Innbrot var framið í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Tilkynning barst lögreglunni laust upp úr klukkan 4 í nótt og voru tveir menn handteknir stuttu eftir í næstu götu við verslunina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var maður kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að hnífur fannst í bílhurð hans. Maðurinn hafði verið stöðvaður við akstur og þegar lögreglan spurðist fyrir um hnífinn sagðist hann hafa hnífinn sér til varnar.

Þá var nokkuð um að ökumenn væru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en fimm ökumenn voru stöðvaðir við akstur vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaáhrifa. Þá var ein bifreið stöðvuð eftir að hafa ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn játaði brot sitt.

Kalla þurfti út björgunarsveitina Ársæl laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi til að koma pari til aðstoðar sem hafði komist í sjálfheldu við Gróttu. Parið var á leið frá vitanum við Gróttu þegar fór að flæða að en þau höfðu komist til baka. Björgunarveitin kom á vettvang og aðstoðaði parið í land. Ekkert amaði að parinu.

Þá var lögregla kölluð til þegar maður datt af hesti í Garðabæ. Maðurinn fann til eymsla í herðablaði, hendi og víðar. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×