Plokka rusl við heilbrigðisstofnanir á Stóra Plokkdeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 08:59 Plokkarar munu beina sjónum sínum að heilbrigðisstofnunum í dag. Plokk á Íslandi/aðsend Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira