Næstum þriðjungur útskriftarnemenda Lýðháskólans á Flateyri vill vera áfram á svæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2019 11:20 28 nemendur útskrifaðir reynslunni ríkari. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér. Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér.
Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira