Brasilíumaðurinn Lucas Moura var hetja gestanna frá Lundúnum en hann skoraði öll þrjú mörkin fyrir Tottenham og þar af sigurmarkið rétt fyrir leikslok.
Gary Lineker, Rio Ferdinand og Glenn Hoddle stóðu vaktina fyrir BT Sport á leiknum og trylltist allt í myndveri þeirra á vellinum þegar að Moura skoraði en Rio Ferdinand barði í borðið af kæti og æsingi.
Enski landsliðsþjálfarinn fyrrverandi lenti á spítala á síðasta ári og var hætt kominn en þegar hann virtist vera að riða til falls í látunum athugaði Rio Ferdinand hvort ekki væri í lagi með kallinn.
Það var heldur betur í lagi með Hoddle sem var bara kátur fyrir hönd síns gamla liðs en þessa skemmtilegu senu má sjá hér að neðan.
Glenn, Are you ok...are you ok #Spurs #UCL #NoFilterUCL pic.twitter.com/28ue4xkECY
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) May 9, 2019