Suður-Afríkumenn velja sér nýtt þing Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Frá kjörstað í Suður-Afríku í gær. Ekki er búist við því að niðurstöður úr kosningunum liggi fyrir fyrr en um helgina. Nordicphotos/AFP Þingkosningar fóru fram í Suður-Afríku í gær. Niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Það munu þær líklegast ekki gera fyrr en um helgina, að því er Reuters hafði eftir suðurafrískum embættismönnum í gær. Kosningarnar koma í kjölfar afsagnar Jacobs Zuma forseta. Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar á síðasta ári vegna þrýstings innan flokks síns, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann hafði verið ákærður fyrir spillingu og átti von á vantrausti á þingi. Cyril Ramaphosa tók við af Zuma, jafnt sem forseti og leiðtogi ANC. Hann leiddi flokkinn í kosningum gærdagsins og miðað við skoðanakannanir verður að teljast líklegt að hann hafi unnið stórsigur. Könnun IRR frá því í lok apríl sýndi ANC með 49,5 prósenta stuðning og könnun Ipsos frá því viku fyrr sýndi ANC með 56,9 prósent. Stuðningurinn hafði verið álíka mikill mánuðina á undan. Til samanburðar hafði Lýðræðisbandalagið (DA), undir forystu Mmusi Maimane, 21,3 prósent í könnun IRR og 15,2 hjá Ipsos. Hagfrelsishreyfingin (EFF), undir forystu Julius Malema, hafði 14,9 hjá IRR, 9,5 hjá Ipsos. Þessar niðurstöður yrðu þær lökustu í sögu Afríska þjóðarráðsins allt frá því að flokkurinn bauð fyrst fram með Nelson Mandela í fararbroddi árið 1994. Þá fékk þjóðarráðið 62,65 prósent en í síðustu kosningum, undir forystu Zuma, fékk flokkurinn 62,15 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Suður-Afríku í gær. Niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Það munu þær líklegast ekki gera fyrr en um helgina, að því er Reuters hafði eftir suðurafrískum embættismönnum í gær. Kosningarnar koma í kjölfar afsagnar Jacobs Zuma forseta. Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar á síðasta ári vegna þrýstings innan flokks síns, Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann hafði verið ákærður fyrir spillingu og átti von á vantrausti á þingi. Cyril Ramaphosa tók við af Zuma, jafnt sem forseti og leiðtogi ANC. Hann leiddi flokkinn í kosningum gærdagsins og miðað við skoðanakannanir verður að teljast líklegt að hann hafi unnið stórsigur. Könnun IRR frá því í lok apríl sýndi ANC með 49,5 prósenta stuðning og könnun Ipsos frá því viku fyrr sýndi ANC með 56,9 prósent. Stuðningurinn hafði verið álíka mikill mánuðina á undan. Til samanburðar hafði Lýðræðisbandalagið (DA), undir forystu Mmusi Maimane, 21,3 prósent í könnun IRR og 15,2 hjá Ipsos. Hagfrelsishreyfingin (EFF), undir forystu Julius Malema, hafði 14,9 hjá IRR, 9,5 hjá Ipsos. Þessar niðurstöður yrðu þær lökustu í sögu Afríska þjóðarráðsins allt frá því að flokkurinn bauð fyrst fram með Nelson Mandela í fararbroddi árið 1994. Þá fékk þjóðarráðið 62,65 prósent en í síðustu kosningum, undir forystu Zuma, fékk flokkurinn 62,15 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira