Viðskipti innlent

Café Paris lokað og fransk-ítalskur staður fyllir í skarðið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þessi mynd var tekin Austurvallarmegin við Café Paris í blíðu síðasta sumars. Í stað kaffihússins mun brátt opna veitingastaðurinn Duck and Rose.
Þessi mynd var tekin Austurvallarmegin við Café Paris í blíðu síðasta sumars. Í stað kaffihússins mun brátt opna veitingastaðurinn Duck and Rose. Vísir/Vilhelm

Veitingastaðurinn og kaffihúsið Café Paris á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis mun hverfa úr veitingaflóru Reykjavíkurborgar í lok maí. Í staðinn mun verður veitingastaður opnaður sem leggur áherslu á mat undir frönskum og ítölskum áhrifum.

Frá þessu greinir einn eigendanna, Eyþór Mar Halldórsson, á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að hinn nýi staður, sem mun bera heitið Duck and Rose, muni einblína á létta matreiðslu undir frönskum og ítölskum áhrifum.

Þá verður staðurinn opinn til klukkan 02:00 um helgar, þegar slíkt verður leyfilegt að nýju. Þegar kvöldmatartíminn er liðinn og kvöld gerir nótt verður „þægileg stemmning með kokteilum og kampavíni í fyrirrúmi,“ samkvæmt færslu Eyþórs, sem sjá má hér að neðan.

Það er venjulega talað um að maður eigi að fjárfesta í sjálfum sér í kreppu. Ég held að ég hafi misskilið eitthvað því...

Posted by Eyþór Mar Halldórsson on Saturday, 25 April 2020





Fleiri fréttir

Sjá meira


×