Tíska og hönnun

Sýnum skóna

Fagurlega skreyttur veggur með skóm og flíkum.  Eftir Söndru Dís Sigurðardóttir innanhúsarkitekt.
Fagurlega skreyttur veggur með skóm og flíkum. Eftir Söndru Dís Sigurðardóttir innanhúsarkitekt.
Við eyðum háum fjárhæðum í að kaupa okkur fallega skó sem við geymum svo inni í lokuðum skápum.

Því ekki að sýna fallegu skóna okkar sem margir hverjir eru eins og lítil listaverk? það er hægt að nota margar skemmtilegar útfærslur til að sýna þá sem lífga upp á rýmið í leiðinni.

Fyrir lítil rými

Stigar sem hafa verið vinsælir inni á baðherbergjum sem handklæðahengi eru tilvaldir sem skóhengi fyrir háhælaða skó. Það fer ekki mikið fyrir þeim og hægt er að stilla þeim upp hvar sem er, hvort sem það er í forstofu eða jafnvel inni í svefnherbergi.

Einnig er hægt að kaupa skrautlista með fallegu mynstri á og festa á vegginn. Einfalt, ódýrt og tekur ekkert pláss.

Fyrir stór rými

Hafir þú meira pláss þá er hægt að nota fallegan skáp með glerhurðum eða fara ódýrari leið og nota einfalda bókahillu úr IKEA, þar sem þú getur raðað skónum fallega upp ásamt ýmsum skrautmunum.

Hér njóta skórnir sín í fallegum glerskáp!

Það má nota kökudiskana í margt, til dæmis undir fallegasta skóparið.

Flott lausn hér á ferð. Klassísk Ikea hillan notuð undir skóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.