Innlent

Ólafur Ragnar flýtir sér til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar á Bessastöðum.
Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar á Bessastöðum. Vísir/Valli
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson kemur til landsins snemma í fyrramálið. Hann flýtir heimför sinni en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara.

Örnólfur vill ekki svara því hver ástæða flýttrar heimkomu sé og segir blaðamann einfaldlega verða að álykta um það.

Umfjöllun fjölmiðla um heim allan um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aflandsfélag í hans eigu vöktu mikla athygli í gær og reiknað er með fjölmennum mótmælum á Austurvelli í dag þar sem kallað er eftir að gengið verði til kosninga.

Stjórnarandstaðan boðar vantraust á ríkisstjórnina en Alþingi kemur saman í dag eftir páskahlé. Þingflokkarnir hafa fundað hver í sínu lagi í morgun.

Forsetaritari vildi ekki gefa neitt uppi um hvort og hvenær forseti myndi tjá sig. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við forsetann í gærkvöldi og staðfesti Örnólfur að sú fyrirspurn hefði borist forsetanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×