Viðskipti innlent

Síminn og Vodafone að miklu leyti í eigu sömu aðila

Birta Svavarsdóttir skrifar
Tveir stærstu keppinautar á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi, Síminn og Vodafone, eru að miklu leyti í eigu sömu aðila. Samkeppni á markaði er því í raun mun minni en neytendur kunna að halda. Alls 40% hlutafjár á íslenska hlutabréfamarkaðnum er í eigu lífeyrissjóða og eru þeir því stærstu eigendur fjölda fyrirtækja. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Algengt er á íslenskum mörkuðum að samkeppni á markaði sé á milli fárra aðila, svokölluð fákeppni. Venjulega væri því eðlilegast að telja að svo fá fyrirtæki væru í eigu mismunandi aðila.

Þegar tuttugu stærstu hluthafar Símans og Vodafone eru skoðaðir sést að tólf þeirra eiga hlut í báðum fyrirtækjunum. Eiga þessir tólf hluthafar alls rúm 57% í Vodafone og tæp 57% í Símanum. Þetta telst vera mjög óeðlilegt, þar sem fyrirtækin eru keppinautar á markaði. Ennfremur eru stærstu hluthafar beggja félaga þeir sömu.

Stærstu hluthafar bæði Símans og Vodafone eru:



Lífeyrissjóður verzlunarmanna (13,7% og 14,3% eignarhlutar)

Gildi (13,3% og 9,2% eignarhlutar)

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (9,6% og 10,2% eignarhlutar)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×