Lífið

Fyrrverandi hljómborðsleikari Nine Inch Nails látinn

Atli Ísleifsson skrifar
James Woolley, fyrrverandi hljómborðsleikari Nine Inch Nails er látinn, fimmtugur að aldri. Rolling Stone segir dánarorsök Woolley ekki liggja fyrir að svo stöddu.

Woolley var liðsmaður sveitarinnar á árunum 1991 til 1994 og lék til að mynda með sveitinni á Woodstock-hátíðinni árið 1994 sem haldin var aldarfjórðungi eftir þá upprunalegu.

„Hræðilegar fréttir varðandi James. Ég hafði ekki hit hann í nokkurn tíma, en mér líkaði vel við hann,“ segir Trent Reznor, söngvari Nine Inch Nails, í samtali við Rolling Stone.

Woolley setti saman sveitina Void eftir að hafa sagt skilið við Nine Inch Nails.

Nine Inch Nails gerði garðinn frægan fyrir breiðskífur á borð við The Downward Spiral frá árinu 1994, sem inniheldur meðal annars lagið Hurt sem Johnny Cash söng síðar og gerði vinsælt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×