Fótbolti

Katrín samdi við Umeå

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er gengin til liðs við Umeå í sænsku úrvalsdeildinni og mun hún spila með liðinu á næsta tímabili.

Katrín er 35 ára og á að baki 122 leiki með A-landsliði Íslands. Koma hennar er staðfest á heimasíðu félagsins en síðast lék hún með Djurgården, sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust.

„Þegar að Djurgården féll kom í raun ekki til greina að vera áfram þar, þar sem ég ætla að spila með Íslandi í úrslitakeppni EM næsta sumar," sagði hún í viðtali á heimasíðu Umeå.

„Umeå kom þá til sögunnar. Þetta er spennandi lið sem spilar skemmtilegan og aðlaðandi knattspyrnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×