Irina: Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2016 06:00 Jón Sigurður Gunnarsson og Irina Sazonova eru Íslandsmeistarar í fjölþraut 2016 og þau unnu einnig tvo Íslandsmeistaratitla á einstökum áhöldum. Vísir/Ernir Ármenningar gátu gengið skælbrosandi út úr Laugabóli í gær enda gátu þeir verið ánægðir með flotta framkvæmd og ekki síst frábæran árangur síns fólks. Þetta hefur verið frábær vetur fyrir fimleikafólk Ármanns og það kristallaðist í níu gullverðlaunum félagsins á Íslandsmótinu um helgina. Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson unnu þrjá Íslandsmeistaratitla hvort en Ármenningarnir Sigurður Andrés Sigurðarson (tvö gull) og Dominiqua Belányi unnu líka titla.Búin að vinna öll mótin á árinu 2016 Jón Sigurður Gunnarsson vann fjölþrautina í fyrsta sinn eins og Irina og hann var sáttur. „Ég er búinn að vera að keppa í þessum flokki í fimm ár og nú er fjölþrautargullið loksins komið í hús. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Jón Sigurður. „Ég er búinn að vinna öll mótin á þessu ári og Irina líka. Það er fullt hús stiga hjá okkur Ármenningum og næst er bara Norðurlandamótið á heimavelli. Á Norðurlandsmótinu fyrir tveimur árum var ég í öðru sæti í hringjum og það væri sætt að ná í gullið núna,” sagði Jón Sigurður. Dominiqua Belányi átti flott Íslandsmót en varð enn á ný að sætta sig við silfrið í fjölþrautinni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Thelma Rut Hermannsdóttir setti fimleikabolinn upp í skáp eftir titil sinn í fyrra en þá hafði hún betur í keppni við Dominiqu. Það var þó ekki komið að Dominiqu því að þessu sinni var Irina Sazonova mætt á sviðið á sínu fyrsta stórmóti hér heima sem íslenskur ríkisborgari. Dominiqua Belányi er þó ekkert að svekkja sig yfir þessari nýtilkomnu samkeppni frá Irinu. „Laugardagurinn var frábær og ég gerði eiginlega mitt besta mót. Ég er sátt, silfur í fjölþraut eins og nokkrum sinnum áður en ég er mjög ánægð með að vinna minn fimmta Íslandsmeistaratitil á tvíslánni,“ sagði Dominiqua og grætur ekki innkomu Irinu.Þurfum bara að spýta í lófana „Hún er einum til tveimur stigum betri en ég. Ég er samt að nálgast hana mikið. Hún er aðeins betri en við en við þurfum bara að spýta í lófana til að ná henni. Þetta er góð samkeppni fyrir okkur hinar stelpurnar,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova var líka brosandi eins og Dominiqua. „Það gekk vel,“ sagði Irina sem er farin að reyna að tala meiri íslensku en áður. Irina Sazonova er á leiðinni til Ríó þar sem hún keppir í undankeppni fyrir ÓL en sú keppni fer fram 16. apríl. Hún ætlar sér til Ríó. „Við sjáum til. Ég þarf að æfa mikið og undirbúa mig vel. Ég þarf að ná 53 stigum,“ segir Irina og bætti svo strax við: „Og ekki detta,“ sagði hún brosandi. „Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana,” sagði Irina. „Irina er á góðu róli og ég hef trú á henni,” segir Jón Sigurður. Irina Sazonova náði 53 stigum þegar hún hjálpaði Ármanni að verða bikarmeistari annað árið í röð en hún var aðeins undir því á Íslandsmótinu um helgina. Það kom ekki í veg fyrir að hún varð Íslandsmeistari Ármanns í kvennaflokki frá því að Sif Pálsdóttir vann 2003. Hún hefur fulla trú á að ná því að verða fyrsta íslenskan konan til sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00 Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00 Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Ármenningar gátu gengið skælbrosandi út úr Laugabóli í gær enda gátu þeir verið ánægðir með flotta framkvæmd og ekki síst frábæran árangur síns fólks. Þetta hefur verið frábær vetur fyrir fimleikafólk Ármanns og það kristallaðist í níu gullverðlaunum félagsins á Íslandsmótinu um helgina. Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson unnu þrjá Íslandsmeistaratitla hvort en Ármenningarnir Sigurður Andrés Sigurðarson (tvö gull) og Dominiqua Belányi unnu líka titla.Búin að vinna öll mótin á árinu 2016 Jón Sigurður Gunnarsson vann fjölþrautina í fyrsta sinn eins og Irina og hann var sáttur. „Ég er búinn að vera að keppa í þessum flokki í fimm ár og nú er fjölþrautargullið loksins komið í hús. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Jón Sigurður. „Ég er búinn að vinna öll mótin á þessu ári og Irina líka. Það er fullt hús stiga hjá okkur Ármenningum og næst er bara Norðurlandamótið á heimavelli. Á Norðurlandsmótinu fyrir tveimur árum var ég í öðru sæti í hringjum og það væri sætt að ná í gullið núna,” sagði Jón Sigurður. Dominiqua Belányi átti flott Íslandsmót en varð enn á ný að sætta sig við silfrið í fjölþrautinni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Thelma Rut Hermannsdóttir setti fimleikabolinn upp í skáp eftir titil sinn í fyrra en þá hafði hún betur í keppni við Dominiqu. Það var þó ekki komið að Dominiqu því að þessu sinni var Irina Sazonova mætt á sviðið á sínu fyrsta stórmóti hér heima sem íslenskur ríkisborgari. Dominiqua Belányi er þó ekkert að svekkja sig yfir þessari nýtilkomnu samkeppni frá Irinu. „Laugardagurinn var frábær og ég gerði eiginlega mitt besta mót. Ég er sátt, silfur í fjölþraut eins og nokkrum sinnum áður en ég er mjög ánægð með að vinna minn fimmta Íslandsmeistaratitil á tvíslánni,“ sagði Dominiqua og grætur ekki innkomu Irinu.Þurfum bara að spýta í lófana „Hún er einum til tveimur stigum betri en ég. Ég er samt að nálgast hana mikið. Hún er aðeins betri en við en við þurfum bara að spýta í lófana til að ná henni. Þetta er góð samkeppni fyrir okkur hinar stelpurnar,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova var líka brosandi eins og Dominiqua. „Það gekk vel,“ sagði Irina sem er farin að reyna að tala meiri íslensku en áður. Irina Sazonova er á leiðinni til Ríó þar sem hún keppir í undankeppni fyrir ÓL en sú keppni fer fram 16. apríl. Hún ætlar sér til Ríó. „Við sjáum til. Ég þarf að æfa mikið og undirbúa mig vel. Ég þarf að ná 53 stigum,“ segir Irina og bætti svo strax við: „Og ekki detta,“ sagði hún brosandi. „Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana,” sagði Irina. „Irina er á góðu róli og ég hef trú á henni,” segir Jón Sigurður. Irina Sazonova náði 53 stigum þegar hún hjálpaði Ármanni að verða bikarmeistari annað árið í röð en hún var aðeins undir því á Íslandsmótinu um helgina. Það kom ekki í veg fyrir að hún varð Íslandsmeistari Ármanns í kvennaflokki frá því að Sif Pálsdóttir vann 2003. Hún hefur fulla trú á að ná því að verða fyrsta íslenskan konan til sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00 Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00 Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00
Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00
Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37