Stórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun í hádeginu í dag ræða aflandsfélög og hæfi ráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Alþingis, en fjallað var um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris í Kastljósi á RÚV í gær.
Þar var greint frá því að Sigmundur Davíð hefði verið annar eigandi Wintris ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, allt þar til hann seldi henni helmingshlut sinn í félaginu á einn dollara á gamlársdag 2009, degi áður en ný skattalög sem sneru að aflandsfélögum tóku gildi.
Þingfundur hefst klukkan 15 í dag þar sem óundirbúnar fyrirspurnir eru á meðal dagskrárliða. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17 til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna málsins en yfir 7000 manns hafa boðað komu sína.
Ræða hæfi ráðherra

Tengdar fréttir

Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar
"Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson.

Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum
Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir.

Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag
Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín.