Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 16:33 Trump forseti hefur ríka pólitíska hagsmuni af því að kórónuveiran skaði ekki efnahaginn á kosningaári. Hann hefur gert lítið úr alvarleika veirunnar undanfarna daga. Vísir/EPA Hvíta húsið er sagt með böggum hildar yfir neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á hlutabréfamarkaði af ótta við að það veiki stöðu Donald Trump forseta fyrir kosningar í haust. Trump sakar fjölmiðla um að kynda undir óróa á mörkuðum með umfjöllun um veiruna og hefur boðað til blaðamannafundar til að ræða hana í kvöld. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir fáleg viðbrögð við kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og breiðist nú út um heiminn. Bent hefur verið á að Trump rak allt viðbragðateymi ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldra og lagði niður embætti yfirmanns sóttvarna sem Obama-stjórnin kom á fót vegna ebólufaraldursins á sínum tíma, árið 2018. Í fjárlagatillögum sínum hefur Hvíta húsið jafnframt ítrekað lagt til verulegan niðurskurð á framlögum til Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) og Heilbrigðisstofnunarinnar. Þingið hafnaði þeim tillögum. Engu að síður felldi stjórnin niður verkefni um fyrirbyggjandi varnir gegn smitsjúkdómum í þróunarlöndum. Forsetinn, ráðgjafar hans og Sóttvarnastofnunin hafa svo talað í kross um alvarleika ástandsins. Trump tísti um í vikunni að bandarísk yfirvöld hefðu stjórn á veirunni, sama dag og fulltrúar CDC sögðu opinberlega að „óumflýjanlegt“ væri að veiran bærist til Bandaríkjanna og raskaði daglegu lífi þar. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, fullyrti einnig að veirunni væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirlýsingu CDC. Trump hefur jafnframt haldið því fram að faraldurinn muni réna þegar vorar þrátt fyrir að sérfræðingar telji þá fullyrðingu vafasama. Stjórnin hefur aðeins reynt að vinda kvæði sínu í kross síðustu daga með því að biðja Bandaríkjaþing um meira fjármagn til að glíma við veiruna. Nú síðast greindi Politico frá því að Hvíta húsið íhugaði nú að ráða sérstakan yfirmann til þess að samhæfa viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Segir fjölmiðla reyna að mála skrattann á veginn Markaðir á Wall Street brögguðust aðeins í morgun eftir fall undanfarinna daga sem rakið var til óróa vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. Trump og Hvíta hús hans hafa sérstakar áhyggjur af mögulegum efnahagslegum áhrif veirunnar. Gott efnahagsástand í Bandaríkjunum hefur verið talið sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember. Valdi kórónuveiran niðursveiflu á næstu mánuðum gæti það grafið undan möguleikum hans. Sakaði Trump því fjölmiðla og demókrata um að „gera allt mögulegt til að láta caronaveiruna [svo] virðast eins slæma og hægt er, þar á meðal með því að valda óðagoti á mörkuðum ef mögulegt“ í röð tísta þar sem hann stafaði nafn veirunnar rangt í dag. Tilkynnti hann um blaðamannafund sem hann ætlar að halda um kórónuveiruna ásamt fulltrúum sóttvarnastofnunarinnar klukkan 23:00 að íslenskum tíma í kvöld. „CDC og ríkisstjórn mín standa sig FRÁBÆRLEGA í að taka á kórónuveirunni, þar á meðal að loka landamærunum gagnvart ákveðum heimshlutum mjög snemma,“ tísti forsetinn. Árekstrar hafa þó átt sér stað innan alríkisstjórnar Trump. Utanríkisráðuneytið ákvað þannig að fljúga fjórtán Bandaríkjamönnum sem greindust með kórónuveiruna með hundruð annarra ósmitaðra einstaklinga frá Japan þvert á ráðleggingar sérfræðinga sóttvarnastofnunarinnar. Svo óánægð var stofnunin með ákvörðunina að hún baðst undan því að vera skrifuð fyrir fréttatilkynningu sem yfirvöld sendu út um hópnum hefði verið flogið heim. Low Ratings Fake News MSDNC (Comcast) & @CNN are doing everything possible to make the Caronavirus look as bad as possible, including panicking markets, if possible. Likewise their incompetent Do Nothing Democrat comrades are all talk, no action. USA in great shape! @CDCgov.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 26, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hvíta húsið er sagt með böggum hildar yfir neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á hlutabréfamarkaði af ótta við að það veiki stöðu Donald Trump forseta fyrir kosningar í haust. Trump sakar fjölmiðla um að kynda undir óróa á mörkuðum með umfjöllun um veiruna og hefur boðað til blaðamannafundar til að ræða hana í kvöld. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir fáleg viðbrögð við kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og breiðist nú út um heiminn. Bent hefur verið á að Trump rak allt viðbragðateymi ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldra og lagði niður embætti yfirmanns sóttvarna sem Obama-stjórnin kom á fót vegna ebólufaraldursins á sínum tíma, árið 2018. Í fjárlagatillögum sínum hefur Hvíta húsið jafnframt ítrekað lagt til verulegan niðurskurð á framlögum til Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) og Heilbrigðisstofnunarinnar. Þingið hafnaði þeim tillögum. Engu að síður felldi stjórnin niður verkefni um fyrirbyggjandi varnir gegn smitsjúkdómum í þróunarlöndum. Forsetinn, ráðgjafar hans og Sóttvarnastofnunin hafa svo talað í kross um alvarleika ástandsins. Trump tísti um í vikunni að bandarísk yfirvöld hefðu stjórn á veirunni, sama dag og fulltrúar CDC sögðu opinberlega að „óumflýjanlegt“ væri að veiran bærist til Bandaríkjanna og raskaði daglegu lífi þar. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, fullyrti einnig að veirunni væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirlýsingu CDC. Trump hefur jafnframt haldið því fram að faraldurinn muni réna þegar vorar þrátt fyrir að sérfræðingar telji þá fullyrðingu vafasama. Stjórnin hefur aðeins reynt að vinda kvæði sínu í kross síðustu daga með því að biðja Bandaríkjaþing um meira fjármagn til að glíma við veiruna. Nú síðast greindi Politico frá því að Hvíta húsið íhugaði nú að ráða sérstakan yfirmann til þess að samhæfa viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Segir fjölmiðla reyna að mála skrattann á veginn Markaðir á Wall Street brögguðust aðeins í morgun eftir fall undanfarinna daga sem rakið var til óróa vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. Trump og Hvíta hús hans hafa sérstakar áhyggjur af mögulegum efnahagslegum áhrif veirunnar. Gott efnahagsástand í Bandaríkjunum hefur verið talið sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember. Valdi kórónuveiran niðursveiflu á næstu mánuðum gæti það grafið undan möguleikum hans. Sakaði Trump því fjölmiðla og demókrata um að „gera allt mögulegt til að láta caronaveiruna [svo] virðast eins slæma og hægt er, þar á meðal með því að valda óðagoti á mörkuðum ef mögulegt“ í röð tísta þar sem hann stafaði nafn veirunnar rangt í dag. Tilkynnti hann um blaðamannafund sem hann ætlar að halda um kórónuveiruna ásamt fulltrúum sóttvarnastofnunarinnar klukkan 23:00 að íslenskum tíma í kvöld. „CDC og ríkisstjórn mín standa sig FRÁBÆRLEGA í að taka á kórónuveirunni, þar á meðal að loka landamærunum gagnvart ákveðum heimshlutum mjög snemma,“ tísti forsetinn. Árekstrar hafa þó átt sér stað innan alríkisstjórnar Trump. Utanríkisráðuneytið ákvað þannig að fljúga fjórtán Bandaríkjamönnum sem greindust með kórónuveiruna með hundruð annarra ósmitaðra einstaklinga frá Japan þvert á ráðleggingar sérfræðinga sóttvarnastofnunarinnar. Svo óánægð var stofnunin með ákvörðunina að hún baðst undan því að vera skrifuð fyrir fréttatilkynningu sem yfirvöld sendu út um hópnum hefði verið flogið heim. Low Ratings Fake News MSDNC (Comcast) & @CNN are doing everything possible to make the Caronavirus look as bad as possible, including panicking markets, if possible. Likewise their incompetent Do Nothing Democrat comrades are all talk, no action. USA in great shape! @CDCgov.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 26, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30