Lífið

Mótmælendur komu óboðnir á bókaáritun Amy Schumer

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Leikkonan og uppistandarinn Amy Schumer lenti í fremur óskemmtilega atviki fyrir skemmstu þegar mótmælendur gerðust boðflennur á bókaáritun hennar. Hún er nú í kynningarherferð fyrir nýja bók sína, The Girl With the Lower Back Tattoo.

Mótmælendurnir voru dýraverndunarsinnar og settu sig upp á móti leikkonunni vegna kápu sem hún klæddist síðastliðinn vetur frá merkinu Canada Goose. Merkið er alræmt fyrir slæma meðhöndlun dýra. Í myndbandi TMZ sést Schumer reyna að segja sína hlið af málinu, en mótmælendurnir virðast ekki hafa verið reiðubúnir til að hlusta á hennar hlið.

Að lokum var mótmælendunum fylgt út og fulltrúi leikkonunnar útskýrði hennar hlið. Schumer á að hafa fengið kápuna að gjöf og klæðst henni í eitt skipti en þá hafi hún uppgötvað hver framleiddi hana og og gruggugu orðspori fyrirtækisins. Hún segist ekki hafa klæðst kápunni síðan þá. Vonandi hefur það sefað reiði mótmælenda eitthvað.

Myndband TMZ af atburðinum má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×