Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2016 20:00 Stjórnvöld í Tyrklandi hafa nú ýtt til hliðar eða fangelsað um 50 þúsund manns eftir misheppnaða valdaránið á föstudaginn. Um er að ræða hermenn, lögregluþjóna, dómara, embættismenn og kennara. Spenna hefur stigmagnast í Tyrklandi á síðustu dögum. Minnst 9,322 verða dregnir fyrir dóm vegna meintrar aðildar að valdaránstilrauninni. Þá hefur hreinsunin, sem yfirvöld segja að miðist af því að reka stuðningsmenn Fethullah Gulen, klerks sem er í sjálfsskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, frá opinberum vettvangi. Gulen og stuðningsmenn hans eru sakaðir um að hafa staðið að baki valdaráninu, en Gulen hefur sjálfur neitað því og fordæmt tilraunina. „Við munum draga þá upp með rótunum,“ sagði Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, við þingmenn í dag. Minnst 232 létu lífið í átökum í valdaráninu og um 1.400 særðust. Gulen hefur haldið því fram að Erdogan hafi sjálfur skipulagt valdaránið til þess að geta hert tök sín í Tyrklandi enn fremur.Sjá einnig: Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni vinna stjórnvöld Tyrklands nú að því að fá Gulen framseldan frá Bandaríkjunum. Bandamenn Tyrklands um heim allan hafa fordæmt valdaránstilraunina en hafa sagt að stjórnvöld Tyrklands ættu ekki að fara fram úr sér í hreinsunum og fylgja lýðræðislegum gildum. Utanríkisráðuneyti Tyrklands segir að gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda jafnist á við stuðningsyfirlýsingu við valdaránstilraunina. Þing Tyrklands mun funda á morgun um að taka aftur upp dauðarefsingu. Hún var felld úr lögum árið 2004 vegna tilrauna Tyrklands til að ganga til liðs við Evrópusambandið. Erdogan hefur ítrekað kallað eftir því að þingmenn ræði það að taka dauðarefsinguna aftur upp. Leiðtogar ESB segja að verði dauðarefsing tekin upp aftur í Tyrklandi verði umsókn þeirra úr sögunni. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi hafa nú ýtt til hliðar eða fangelsað um 50 þúsund manns eftir misheppnaða valdaránið á föstudaginn. Um er að ræða hermenn, lögregluþjóna, dómara, embættismenn og kennara. Spenna hefur stigmagnast í Tyrklandi á síðustu dögum. Minnst 9,322 verða dregnir fyrir dóm vegna meintrar aðildar að valdaránstilrauninni. Þá hefur hreinsunin, sem yfirvöld segja að miðist af því að reka stuðningsmenn Fethullah Gulen, klerks sem er í sjálfsskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, frá opinberum vettvangi. Gulen og stuðningsmenn hans eru sakaðir um að hafa staðið að baki valdaráninu, en Gulen hefur sjálfur neitað því og fordæmt tilraunina. „Við munum draga þá upp með rótunum,“ sagði Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, við þingmenn í dag. Minnst 232 létu lífið í átökum í valdaráninu og um 1.400 særðust. Gulen hefur haldið því fram að Erdogan hafi sjálfur skipulagt valdaránið til þess að geta hert tök sín í Tyrklandi enn fremur.Sjá einnig: Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni vinna stjórnvöld Tyrklands nú að því að fá Gulen framseldan frá Bandaríkjunum. Bandamenn Tyrklands um heim allan hafa fordæmt valdaránstilraunina en hafa sagt að stjórnvöld Tyrklands ættu ekki að fara fram úr sér í hreinsunum og fylgja lýðræðislegum gildum. Utanríkisráðuneyti Tyrklands segir að gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda jafnist á við stuðningsyfirlýsingu við valdaránstilraunina. Þing Tyrklands mun funda á morgun um að taka aftur upp dauðarefsingu. Hún var felld úr lögum árið 2004 vegna tilrauna Tyrklands til að ganga til liðs við Evrópusambandið. Erdogan hefur ítrekað kallað eftir því að þingmenn ræði það að taka dauðarefsinguna aftur upp. Leiðtogar ESB segja að verði dauðarefsing tekin upp aftur í Tyrklandi verði umsókn þeirra úr sögunni.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira