Erlent

Móðir og þrjú börn stungin í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlmaður stakk konu og þrjár dætur hennar í Frakklandi í morgun. Konan og börnin voru í sumarbústað nærri bænum Sisteron, þar sem þær voru í fríi, þegar maðurinn réðst á þær. Hann var svo handtekinn á flótta af vettvangi.

Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir samkvæmt BBC.

Móðirin, sem er 46 ára gömul, og dætur hennar átta, tólf og fjórtán ára, særðust allar. Sú yngsta þurfti að ganga undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Hún er talin vera í lífshættu.

Árásarmaðurinn er sagður eiga uppruna sinn að rekja til Marokkó en hann hafði verið í fríi með eiginkonu sinni og tveimur börnum í næsta húsi frá fórnarlömbum sínum. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa eftir fjölskyldumeðlimi mannsins að hann eigi við geðræn vandamál að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×