Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 19:07 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira