Davis Love III verður næsti liðsstjóri Bandaríkjanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 17:30 Davis Love III var vinsæll liðsstjóri 2012. vísir/getty Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira