Blæs á fullyrðingar um að hún sé of horuð Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 08:00 Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari og nýbökuð móðir er svo sannarlega í toppformi. vísir/andri marinó Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi. Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Hanna Rún Óladóttir dansari birti í gær myndir af sér á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún sýnir vöxtinn aðeins átta mánuðum eftir að sonurinn Vladimir Óli kom í heiminn. „Ég er svolítið að fá að heyra að ég sé orðin of horuð og fólk kemur mikið með athugasemdir varðandi líkama minn þar sem spurt er hvort ég sé ekki að borða neitt. Ég blæs á svoleiðis athugasemdir og bendi á að það krefjist mikillar orku að sinna svona litlum orkuboltum eins og Vladimir. Að sjálfsögðu kæmist ég heldur ekki upp með að næra mig ekki almennilega í þessum dansi,“ segir Hanna Rún og tekur upp hanskann fyrir nýbakaðar mæður sem fá iðulega athugasemdir varðandi vaxtarlagið, hvort sem það þykir of blómlegt eða visið. „Ég spái vissulega mikið í hvað ég set ofan í mig og reyni að vanda valið til að fá sem allra mesta orku út úr fæðunni. Ég neita mér ekki um nokkurn skapaðan hlut,“ útskýrir hún og gefur hugmyndum um hvernig æskilegt þykir að líta út eftir barnsburð langt nef. Hún bendir á að hún sé betur nærð nú en fyrir barnsburð og reyni þó að halda sér í skefjum þegar kemur að sælgæti en það sé hennar Akkilesarhæll. „Þetta er nýtt fyrir mér, en skiptir heilmiklu máli ef maður ætlar að hafa orku í að dröslast um með 8 mánaða gamalt barn á handleggnum og dansa svo við pabba þess af fullum krafti öll kvöld.“ Hún bætir við að hún hafi til dæmis aldrei verið eins vöðvamikil á höndum og þakkar syninum alfarið þá viðbót. Þrátt fyrir árs pásu frá keppni og mun minni tíma aflögu í æfingar en áður, er mál manna að parið hafi aldrei verið flottara en einmitt nú. Parið átti glæsilega endurkomu um liðna helgi þegar það tók 5. sætið á World Open í latneskum dönsum í Kaupmannahöfn og vakti mikla athygli. Vladimir litli var með í för enda þeirra allra helsta klappstýra, að sögn Hönnu. Hanna stendur á því fastar en fótunum að viðvera hans í hópi áhorfenda bæti frammistöðu þeirra á gólfinu. „Það er ómetanlegt að sjá hann brosa og fylgjast með okkur þegar við dönsum, við fáum eitthvað auka við það eitt að vita af honum í salnum og það skilar sér í dansinum.“ segir Hanna, sem slær hvergi slöku við enda undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í mars í fullum gangi.
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira