Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 07:02 Frá Grindavík en þar hefur verið boðað til íbúafundar í dag vegna landrissins við Þorbjörn. vísir/vilhelm Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. Óvissustig almannavarna var virkjað síðdegis í gær óvenjulegs landriss rétt vestan við fjallið. Landrisið er óvenjuhratt eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Í gær var það því í heildina orðið tveir sentimetrar. Landrisið er líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra metra dýpi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa verið tíu skjálftar í nágrenninu síðan í gærkvöldi, sá stærsti mældist 2,1 og varð klukkan 23 í gær. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í fréttum Stöðvar 2 að versta sviðsmynd vísindamanna á svæðinu nú geri ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en gosið í Holuhrauni 2014. Hann sagði þó líklegt að landrisið hætti áður en eitthvað meira gerist ef um er að ræða landris vegna kvikuinnskots. Það gæti þó myndast gangur sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Þorbjörn er ekki langt frá Grindavík. Þar hefur verið boðað til íbúafundar klukkan 16 í dag vegna málsins. Fundurinn mun fara fram í íþróttahúsi bæjarins. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. Óvissustig almannavarna var virkjað síðdegis í gær óvenjulegs landriss rétt vestan við fjallið. Landrisið er óvenjuhratt eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Í gær var það því í heildina orðið tveir sentimetrar. Landrisið er líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra metra dýpi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa verið tíu skjálftar í nágrenninu síðan í gærkvöldi, sá stærsti mældist 2,1 og varð klukkan 23 í gær. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í fréttum Stöðvar 2 að versta sviðsmynd vísindamanna á svæðinu nú geri ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en gosið í Holuhrauni 2014. Hann sagði þó líklegt að landrisið hætti áður en eitthvað meira gerist ef um er að ræða landris vegna kvikuinnskots. Það gæti þó myndast gangur sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Þorbjörn er ekki langt frá Grindavík. Þar hefur verið boðað til íbúafundar klukkan 16 í dag vegna málsins. Fundurinn mun fara fram í íþróttahúsi bæjarins.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18