Lífið

Uppnám vegna framhjáhalds

rupert og Robert Myndir af Kristen Stewart í keleríi með leikstjóranum Rupert Sanders birtust í US Weekly i gær. Kærasti hennar Robert Pattinson hafði ekki hugmynd um hliðarsporið.
Nordicphotos/getty
rupert og Robert Myndir af Kristen Stewart í keleríi með leikstjóranum Rupert Sanders birtust í US Weekly i gær. Kærasti hennar Robert Pattinson hafði ekki hugmynd um hliðarsporið. Nordicphotos/getty
Uppnám er í Twilight-heimi vegna fregna af framhjáhaldi leikkonunnar Kristen Stewart með leikstjóra myndarinnar Snow White and the Huntsman, Rupert Sanders.

Síðasta Twilight-myndin, Breaking Dawn – part II er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember og allar líkur eru á að framhjáhaldið komi til með að skaða kynningarferli hennar í ljósi þess að ódauðleg ást Edwards og Bellu, leikin af Robert og Kristen, er rauði þráðurinn í gegnum myndirnar.

Parið hefur verið saman í fjögur ár en þau reyndu lengi að halda sambandinu leyndu. Nokkrum vikum eftir að þau fóru loks að haga sér eins og kærustupar á almannafæri, eða 17. júlí síðastliðinn, náðust myndir af 22 ára gömlu leikkonunni í lostafullum leikjum við Rupert sem er 41 árs tveggja barna faðir og giftur bresku leikkonunni og fyrirsætunni Liberty Ross.

Myndirnar birtust í blaðinu US Weekly í gær en Robert var tilkynnt um þær fyrir fram og komu svik kærustunnar þá flatt upp á hann.

Athygli vekur að aðeins fimm dögum áður en þær náðust mætti Kristen með kærastanum, Robert, í viðtal á MTV þar sem þau virtust ekki sjá sólina hvort fyrir öðru og fimm dögum eftir uppákomuna þóttu þau einnig ástfangin upp fyrir haus, þá á Teen Choice Awards.

Heimildarmenn nánir Kristen segja hana miður sín yfir atvikinu og vilja meina að hún hafi verið gómuð í stundargamni. Slúðurheimar telja framhjáhaldið þó hafa staðið yfir í töluverðan tíma.

Tökum á Mjallhvítar-myndinni lauk í desember 2011 og er áætlað að framhjáhaldið hafi byrjað á meðan þær stóðu enn yfir. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.