ESB sem aflvél byggðanna Össur Skarphéðinsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Eins og okkar ágætu þjóð hættir til þá hefur umræðan um Evrópusambandið og hagsmuni Íslands farið út um víðan völl undanfarið og að mörgu leyti misst marks. Hún hefur til að mynda í engu beinst að þeim þáttum sem voru til umfjöllunar á merkri ráðstefnu sem Samband ísl. sveitarfélaga hélt í samvinnu við samgöngu- og iðnaðarráðuneytið í Borgarnesi á dögunum um íslensk byggðamál á krossgötum. Úr þessu vill ríkisstjórnin bæta og hefur því skipað sérstaka nefnd undir formennsku Smára Geirssonar, sem kunnur er af sveitarstjórnarstörfum sínum, til að fara yfir byggðastefnu ESB og þá hagsmuni sem þar kunna að vera í húfi fyrir Ísland. Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á því að þau ríki ESB sem við helst berum okkur saman við verja almennt stærstum hluta þess fjár sem kemur úr hinum sameiginlegu sjóðum ESB í byggðaáætlanir sínar til verkefna á sviði rannsókna og þróunar. Það vekur auðvitað athygli þegar kafað er ofan í þessa þætti innan Evrópusambandsins hve gríðarlegu fjármagni er veitt til uppbyggingar í hinum dreifðu byggðum aðildarríkja. Þannig er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verji ESB úr sínum sameiginlegu sjóðum alls um 350 milljörðum evra til þessa málaflokks auk 70 milljarða evra sem sett eru í sérstök byggðaverkefni í landbúnaðarhéruðum. Stórt framfaraskrefVissulega fara um 2/3 þessa fjármagns til þeirra ríkja og svæða sem lakast standa efnahagslega í A-Evrópu og á Spáni, Grikklandi og Portúgal. Eftir stendur hins vegar verulegt fjármagn til annarra svæða innan ESB sem reynst gæti Íslandi mikilvægt ef á reyndi. Nefni ég hér sem dæmi að Írar fá til ráðstöfunar 750 milljónir evra eða á annað hundrað milljarða króna á þessu tímabili og frændur okkar Finnar tvöfalt meir. Á móti þessu framlagi koma svo framlög ríkjanna sjálfra. Við aðild Finna var sérstakt tillit tekið til þess hversu dreifbýlt landið var og fengu þeir hærri byggðastyrki fyrir vikið. Í Finnlandi búa að meðaltali 17 íbúar á hvern ferkílómetra, en einungis 3 á Íslandi og innan við 1 að meðaltali, ef hægt er að taka þannig til orða, sé litið til Íslands utan höfuðborgarsvæðisins. Í þessu felast gríðarlega spennandi möguleikar. Við erum reynsluboltar á þessum sviðum; okkar fólk á vísinda- og rannsóknasviðinu hefur sýnt áræði og er eftirsótt í samstarfsverkefnum í áætlunum ESB. Það verður ekkert öðru vísi í byggðamálunum. Það ber heldur ekki að undanskilja að við höfum tekið þátt í afmörkuðum verkefnum undir Norðurslóðaáætlun ESB undanfarin ár og Ísland komið þar að alls 28 aðalverkefnum. Það vekur auðvitað sérstaka athygli að þar voru lykilaðilar hér á landi af landsbyggðinni. Þessi verkefni skilja eftir sig reynslu, þekkingu og umfram allt tækifæri til frekari sóknar fram á við. Þetta staðfestir einfaldlega að okkur munu verða allir vegir færir innan ESB og aðild mun verða stórt framfaraskref fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, eins og margir sem mest hafa unnið að mótun byggðastefnu í landinu hafa raunar lengi haldið fram. Er það ekki þess virði að við höfum þetta í huga og skoðum þetta nánar þegar við metum kosti og galla þess að stíga skref í átt til aðildar að ESB? Hér er að finna slagkraft fyrir byggðirnar. Þetta gerir engin kraftaverk en ef við sækjumst eftir frekari fjölbreytni, traustari grundvelli, festu og stöðugleika sem hvatningu fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að helga sig uppbyggingu á landsbyggðinni þá er þarna leið til að feta. Útflutningshugsun í öndvegiÍ kjölfar krónu- og bankahruns þurfum við nú á næstu árum að einbeita okkur að útflutningshugsun og leggja af hugarfar útrásarvíkingsins. Hagfræði næstu ára er einföld: Við þurfum að flytja meira út en inn og nota mismuninn til þess að greiða niður skuldir og efla okkar hag. Við þurfum að skapa ný störf í sjávarútvegi, iðnaði og ferðaþjónustu sem verða aflvélar atvinnulífsins á næstunni. Til þess að svo geti orðið þá verður að skapa traust á gjaldmiðlinum sem við notum og bærilegan stöðugleika í efnahagslífinu svo útflutningsfyrirtæki leggi í að fjölga starfsfólki á Íslandi. Við getum ekki látið íslensk fyrirtæki keppa í klofstígvélum krónunnar í spretthlaupinu á mörkuðum heimsins. Eina færa leiðin er Evrópuleiðin að upptöku evru sem framtíðargjaldmiðli. Landsbyggðin gegnir lykilhlutverki í atvinnulífi næstu ár enda hefur fólksflutningum þaðan linnt og straumurinn er jafnvel að snúast við miðað við tölur síðasta árs. Þar er samansöfnuð þekking sem snýr að okkar auðlindum og nýtingu þeirra en þar tel ég að mikilvægir möguleikar liggi enn hvort heldur við horfum til sjávar eða lands. Mikið hefur verið rætt um hagsmuni sjávarútvegsins sem skiptir sköpum fyrir byggðir landsins. Það er mitt mat að hámörkun á virði okkar sjávarauðlinda verði ekki náð nema með fullum og óheftum aðgangi að okkar stærsta markaði innan Evrópusambandsins fyrir sjávarafurðir. Ný atvinnutækifæriHafa ber í huga að gríðarleg verðmætaaukning hefur orðið í útflutningi okkar á sjávarafurðum á Evrópumarkað undanfarin ár. Við höfum nýtt okkur afar vel þá opnun markaða ESB sem varð í lok tíunda áratugarins með afnámi heilbrigðiseftirlits á landamærum. Það gerði okkur kleift að markaðssetja beint vörur í dýrari kanti markaðarins sem skilaði okkur enn meiri tekjum. Aflasamdrátt unnum við upp með meiri gæðum. Þessi verðmæti má enn auka en til að svo megi verða hljótum við að horfast í augu við það að aðild að ESB er óhjákvæmileg. Í vaxandi fullvinnslu sjávarfangs felast nýir tekjumöguleikar og ný atvinnutækifæri sem án efa gætu skapast um landsbyggðina með fullum og tollfrjálsum aðgangi að markaði ESB. Það bendir margt til þess að við fáum viðunandi lausn í samningum við ESB um stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar. Ekki bara sérlausnir annarra ríkja sem sótt hafa um aðild heldur liggur fyrir að ESB vill þróa sína sjávarútvegsstefnu í átt að okkar og Norðmanna. Við verðum fyrirmyndin við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar árið 2012. Fullkomið tollfrelsi þýðir ekki bara hálfur milljarður í lægri tolla miðað við núverandi útflutningsmynstur. Stóraukin tækifæri til aukinnar fullvinnslu og meiri verðmætaaukningar skapast. Við aðild myndi allt pappírsvesen á landamærum ESB hverfa algjörlega. Það yrði jafnauðvelt að flytja fisk frá Vestmannaeyjum til Bremen og frá Eyjum til Þorlákshafnar. Hversu mikill kostnaður og tími myndi sparast við þessa breytingu? Ný sóknarfæriMér er kunnugt um að fyrir nokkrum árum leitaði útflutningsfyrirtæki til utanríkisþjónustunnar með rangtollun frá einu aðildarríkja ESB uppá vasann. Reikningurinn hljóðaði upp á milljón evra og hafði staðið í lögfræðingsstappi í meira en ár. Eitt dæmi af mörgum sem leystist reyndar farsællega. En ég bendi bara á þetta og fullyrði að framlegðaraukningin við það að losna við pappírsfarganið hleypur örugglega á mörg hundruð milljónum og sennilega á nokkrum milljörðum. Ég hvet því sjávarútveginn hringinn í kringum landið að íhuga alvarlega þau sóknarfæri sem felast í því að verða fullgildur aðili að okkar stærsta markaði og í fyllingu tímans með einn gjaldmiðil á þeim markaði. Þegar upp er staðið mun það verða okkar atvinnulífi og heimilum til mestra hagsbóta. ESB-aðild leysir grundvallarvandamál sem við er að etja í íslenskum þjóðarbúskap og þótt hún kunni að valda okkur vissum vanda á sumum sviðum þá er þar um að ræða viðráðanlega aðlögun og úrlausnarefni sem við getum glímt við. Á Evrópuleiðinni er mikilvægast að við höldum til haga og verjum þá lykilhagsmuni sem tengjast okkar auðlindum og nýtingu þeirra. Þar eru góðar líkur á að hagfelld niðurstaða geti náðst enda þótt margir haldi sig við það í lengstu lög að semja við sjálfa sig um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eins og okkar ágætu þjóð hættir til þá hefur umræðan um Evrópusambandið og hagsmuni Íslands farið út um víðan völl undanfarið og að mörgu leyti misst marks. Hún hefur til að mynda í engu beinst að þeim þáttum sem voru til umfjöllunar á merkri ráðstefnu sem Samband ísl. sveitarfélaga hélt í samvinnu við samgöngu- og iðnaðarráðuneytið í Borgarnesi á dögunum um íslensk byggðamál á krossgötum. Úr þessu vill ríkisstjórnin bæta og hefur því skipað sérstaka nefnd undir formennsku Smára Geirssonar, sem kunnur er af sveitarstjórnarstörfum sínum, til að fara yfir byggðastefnu ESB og þá hagsmuni sem þar kunna að vera í húfi fyrir Ísland. Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á því að þau ríki ESB sem við helst berum okkur saman við verja almennt stærstum hluta þess fjár sem kemur úr hinum sameiginlegu sjóðum ESB í byggðaáætlanir sínar til verkefna á sviði rannsókna og þróunar. Það vekur auðvitað athygli þegar kafað er ofan í þessa þætti innan Evrópusambandsins hve gríðarlegu fjármagni er veitt til uppbyggingar í hinum dreifðu byggðum aðildarríkja. Þannig er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verji ESB úr sínum sameiginlegu sjóðum alls um 350 milljörðum evra til þessa málaflokks auk 70 milljarða evra sem sett eru í sérstök byggðaverkefni í landbúnaðarhéruðum. Stórt framfaraskrefVissulega fara um 2/3 þessa fjármagns til þeirra ríkja og svæða sem lakast standa efnahagslega í A-Evrópu og á Spáni, Grikklandi og Portúgal. Eftir stendur hins vegar verulegt fjármagn til annarra svæða innan ESB sem reynst gæti Íslandi mikilvægt ef á reyndi. Nefni ég hér sem dæmi að Írar fá til ráðstöfunar 750 milljónir evra eða á annað hundrað milljarða króna á þessu tímabili og frændur okkar Finnar tvöfalt meir. Á móti þessu framlagi koma svo framlög ríkjanna sjálfra. Við aðild Finna var sérstakt tillit tekið til þess hversu dreifbýlt landið var og fengu þeir hærri byggðastyrki fyrir vikið. Í Finnlandi búa að meðaltali 17 íbúar á hvern ferkílómetra, en einungis 3 á Íslandi og innan við 1 að meðaltali, ef hægt er að taka þannig til orða, sé litið til Íslands utan höfuðborgarsvæðisins. Í þessu felast gríðarlega spennandi möguleikar. Við erum reynsluboltar á þessum sviðum; okkar fólk á vísinda- og rannsóknasviðinu hefur sýnt áræði og er eftirsótt í samstarfsverkefnum í áætlunum ESB. Það verður ekkert öðru vísi í byggðamálunum. Það ber heldur ekki að undanskilja að við höfum tekið þátt í afmörkuðum verkefnum undir Norðurslóðaáætlun ESB undanfarin ár og Ísland komið þar að alls 28 aðalverkefnum. Það vekur auðvitað sérstaka athygli að þar voru lykilaðilar hér á landi af landsbyggðinni. Þessi verkefni skilja eftir sig reynslu, þekkingu og umfram allt tækifæri til frekari sóknar fram á við. Þetta staðfestir einfaldlega að okkur munu verða allir vegir færir innan ESB og aðild mun verða stórt framfaraskref fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, eins og margir sem mest hafa unnið að mótun byggðastefnu í landinu hafa raunar lengi haldið fram. Er það ekki þess virði að við höfum þetta í huga og skoðum þetta nánar þegar við metum kosti og galla þess að stíga skref í átt til aðildar að ESB? Hér er að finna slagkraft fyrir byggðirnar. Þetta gerir engin kraftaverk en ef við sækjumst eftir frekari fjölbreytni, traustari grundvelli, festu og stöðugleika sem hvatningu fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að helga sig uppbyggingu á landsbyggðinni þá er þarna leið til að feta. Útflutningshugsun í öndvegiÍ kjölfar krónu- og bankahruns þurfum við nú á næstu árum að einbeita okkur að útflutningshugsun og leggja af hugarfar útrásarvíkingsins. Hagfræði næstu ára er einföld: Við þurfum að flytja meira út en inn og nota mismuninn til þess að greiða niður skuldir og efla okkar hag. Við þurfum að skapa ný störf í sjávarútvegi, iðnaði og ferðaþjónustu sem verða aflvélar atvinnulífsins á næstunni. Til þess að svo geti orðið þá verður að skapa traust á gjaldmiðlinum sem við notum og bærilegan stöðugleika í efnahagslífinu svo útflutningsfyrirtæki leggi í að fjölga starfsfólki á Íslandi. Við getum ekki látið íslensk fyrirtæki keppa í klofstígvélum krónunnar í spretthlaupinu á mörkuðum heimsins. Eina færa leiðin er Evrópuleiðin að upptöku evru sem framtíðargjaldmiðli. Landsbyggðin gegnir lykilhlutverki í atvinnulífi næstu ár enda hefur fólksflutningum þaðan linnt og straumurinn er jafnvel að snúast við miðað við tölur síðasta árs. Þar er samansöfnuð þekking sem snýr að okkar auðlindum og nýtingu þeirra en þar tel ég að mikilvægir möguleikar liggi enn hvort heldur við horfum til sjávar eða lands. Mikið hefur verið rætt um hagsmuni sjávarútvegsins sem skiptir sköpum fyrir byggðir landsins. Það er mitt mat að hámörkun á virði okkar sjávarauðlinda verði ekki náð nema með fullum og óheftum aðgangi að okkar stærsta markaði innan Evrópusambandsins fyrir sjávarafurðir. Ný atvinnutækifæriHafa ber í huga að gríðarleg verðmætaaukning hefur orðið í útflutningi okkar á sjávarafurðum á Evrópumarkað undanfarin ár. Við höfum nýtt okkur afar vel þá opnun markaða ESB sem varð í lok tíunda áratugarins með afnámi heilbrigðiseftirlits á landamærum. Það gerði okkur kleift að markaðssetja beint vörur í dýrari kanti markaðarins sem skilaði okkur enn meiri tekjum. Aflasamdrátt unnum við upp með meiri gæðum. Þessi verðmæti má enn auka en til að svo megi verða hljótum við að horfast í augu við það að aðild að ESB er óhjákvæmileg. Í vaxandi fullvinnslu sjávarfangs felast nýir tekjumöguleikar og ný atvinnutækifæri sem án efa gætu skapast um landsbyggðina með fullum og tollfrjálsum aðgangi að markaði ESB. Það bendir margt til þess að við fáum viðunandi lausn í samningum við ESB um stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar. Ekki bara sérlausnir annarra ríkja sem sótt hafa um aðild heldur liggur fyrir að ESB vill þróa sína sjávarútvegsstefnu í átt að okkar og Norðmanna. Við verðum fyrirmyndin við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar árið 2012. Fullkomið tollfrelsi þýðir ekki bara hálfur milljarður í lægri tolla miðað við núverandi útflutningsmynstur. Stóraukin tækifæri til aukinnar fullvinnslu og meiri verðmætaaukningar skapast. Við aðild myndi allt pappírsvesen á landamærum ESB hverfa algjörlega. Það yrði jafnauðvelt að flytja fisk frá Vestmannaeyjum til Bremen og frá Eyjum til Þorlákshafnar. Hversu mikill kostnaður og tími myndi sparast við þessa breytingu? Ný sóknarfæriMér er kunnugt um að fyrir nokkrum árum leitaði útflutningsfyrirtæki til utanríkisþjónustunnar með rangtollun frá einu aðildarríkja ESB uppá vasann. Reikningurinn hljóðaði upp á milljón evra og hafði staðið í lögfræðingsstappi í meira en ár. Eitt dæmi af mörgum sem leystist reyndar farsællega. En ég bendi bara á þetta og fullyrði að framlegðaraukningin við það að losna við pappírsfarganið hleypur örugglega á mörg hundruð milljónum og sennilega á nokkrum milljörðum. Ég hvet því sjávarútveginn hringinn í kringum landið að íhuga alvarlega þau sóknarfæri sem felast í því að verða fullgildur aðili að okkar stærsta markaði og í fyllingu tímans með einn gjaldmiðil á þeim markaði. Þegar upp er staðið mun það verða okkar atvinnulífi og heimilum til mestra hagsbóta. ESB-aðild leysir grundvallarvandamál sem við er að etja í íslenskum þjóðarbúskap og þótt hún kunni að valda okkur vissum vanda á sumum sviðum þá er þar um að ræða viðráðanlega aðlögun og úrlausnarefni sem við getum glímt við. Á Evrópuleiðinni er mikilvægast að við höldum til haga og verjum þá lykilhagsmuni sem tengjast okkar auðlindum og nýtingu þeirra. Þar eru góðar líkur á að hagfelld niðurstaða geti náðst enda þótt margir haldi sig við það í lengstu lög að semja við sjálfa sig um annað.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun